Fréttir

Boxerscise, hvað er það?

Það hafa nokkrir fengið að prufa boxið í hádegistímanum. En Tryggvi, Anný og Jóna verða með kynningu og tíma í Boxercise næsta laugardag klukkan 12:00.

Frítt að hlaupa og hjóla!

Það hefur aldrei kostað neitt að vera hér í hlaupahóp eða hjólahóp. Hlaupahópurinn er starfræktur allt árið og föstu dagarnir hér eru fimmtudagar klukkan 17:30.

Línuskauta og hlaupanámskeið!

Arnar kláraði 4 vikna línuskautanámskeið í gær og allir skautuðu niður og upp Borgarbrautina, frábært. Hlaupanámskeiðið hjá Rannveigu og Guðrúnu er langt komið og vonandi hafa hlaupararnir notað aðstöðuna hjá okkur sem var í boði.

Jónsmessuhátíð Bjargs!

Jibbííí... Já, það verður hátíð hjá okkur 23. og 24. júní. Opið hús alla helgina og frítt í líkamsrækt. Byrjum með 30 mínútna tíma kl. 09:30 og svo tekur annar við kl. 10:00 og svo áfram til kl. 12:00.

Gaman!

Það voru 19 manns sem mættu i sólarlagshlaupið. 5 hlupu, 7 hjóluðu og 7 gengu.

Frítt í Gravity í sumar!

Það verður frítt í opnu Gravity tímana í sumar. Bendum á að tíminn á fimmtudögum er erfiðari en hinir. Munið bara að stilla bekkinn ekki of hátt ef ykkur finnst eitthvað erftitt.

Sólarlagshlaup upp í Hlíðarfjall.

Hlaupahópur UFA hefur farið í sólarlagshlaupatúra undanfarin ár og þá oftast í Ólafsfjarðarmúlann. Nú á að fara uppí Hlíðarfjall næsta laugardagskvöld.

Yoga námskeið!

Það verður Yoganámskeið hér í júní. Öll skráning fer fram hjá Guðmundi í síma 692-2072. Námskeiðið stendur í 4 vikur og eru tímarnir á mánu og miðvikudögum kl. 18.30 og á föstudögum kl. 16.30.

Rugludagar!

Eins og þeir sem kíkja á töfluna til að tékka hver er að kenna hinn og þennan tíma þá hafið þið kannski tekið eftir að hún er ekki samkvæmt sem þið eigið að venjast. Óli er farinn til Tenerife og verður í viku þar hjá Öbbu og koma þau saman heim um Hvítasunnuhelgina. Svo eru Jóna, Anný og Tryggvi að fara til London.....

Hlaupanámskeiðið farið af stað með stæl!

Hlaupanámskeiðið hófst á mánudaginn. Og mættu rúmlega 30 manns í þennan fyrsta tíma. Enn er hægt að vera með þó að fólk missi af fyrsta tímanum....