Hlaupahópur UFA hefur farið í sólarlagshlaupatúra undanfarin ár og þá oftast í Ólafsfjarðarmúlann. Nú á að fara uppí Hlíðarfjall næsta laugardagskvöld. Hlaupahópur UFA hefur farið í sólarlagshlaupatúra undanfarin ár og þá oftast í Ólafsfjarðarmúlann. Nú á að fara uppí Hlíðarfjall næsta laugardagskvöld. Frábær leið til þess að eyða kvöldinu og fara svo í pottinn á Bjargi á eftir. Þetta er fyrir alla og ég (Abba) ætla að labba upp, skokka inn á milli og svo er sjálfsagt að hjóla með, eins og við segjum, bara vera með og geta spjallað saman á leiðinni upp. Mæting á Bjarg klukkan 22 um kvöldið og þá fer göngufólkið af stað meðan hlaupararnir ferja bíla uppeftir. Veðurspáin er glæsileg og þetta verður frábær kvöldstund í blóðrauðu sólarlagi með skemmtilegu fólki.