Fréttir

Lífsstíllinn búinn!

Við vorum að útskrifa Lífsstílsnámskeiðin okkar þrjú með glæsilegum árangri og fengu þau í verðlaun sem nemur 32 mánuðum af líkamsrækt og marga aðra glæsilega vinninga. Hægt að er að lesa nánar undir liðnum Námskeið.

Sólarkveðja!

Ótrúlegt að heimasíðan og bara allt skuli geta gengið án mín. Þetta sýnir að við erum með frábært starfsfólk. Ég hef það gott úti á Tenerife og er að fíla mig í botn með eldri borgurum.

Línuskautanámskeið!

Arnari Valsteinssyni Línuskautakennaranum okkar langar til að reyna að hafa línuskautanámskeið í sumar. Í tillögunni af sumartöflu voru þessir tímar settir inn á mánu og miðvikudögum....

Gaman Gaman!

Það er alltaf gaman þegar Óli fer hamförum í Ólatíma og í dag var það þannig. Við höldum að hann hafi toppað sig í þetta sinn. Munum ekki eftir öðru eins :)

Úti tímar

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að veðrið er búið að leika við okkur undan farna daga. Það hefur ekki stoppað fólk samt í að æfa. Enda er upplagt að koma og æfa og nota sér svo okkar glæsilegu útiaðstöðu á eftir og skella sér í pott, gufu og sólbað. Kennararnir hafa líka verið duglegir og notað útipallinn.

Hlaupanámskeið!

Langhlauparadeild UFA og líkamsræktarstöðin Bjarg bjóða upp á sex vikna hlaupanámskeið fyrir byrjendur sem hefst mánudaginn 7. maí. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja komast í betra hlaupaform fyrir sumarið, en vantar svolitla leiðsögn, aðhald og hvatningu til að láta drauminn verða að veruleika.

Nýir Body Jam kennarar!

Það fóru þrjár stelpur á Body Jam kennaranámskeið um daginn og tvær þeirra sáu um Body Jam tímann á laugardaginn og stóðu sig eins og hetjur, en þær heita Gerður og Eva.

Abba skemmtanastjóri í 5 vikur!

Já, ég er að fara til Tenerife á morgun og verð næstu 5 vikurnar með skemmtilegu fólki sem komið er af léttasta skeiði.

Fyrirlestur fyrir alla sem eru á námskeiðum!

Þriðjudaginn 17. apríl verður Borghildur Blöndal með fyrirlestur um rétt mataræði hér á Bjargi. Fyrirlesturinn verður klukkan 20:00

Fit Pilates!

Næstu námskeið í Fit Pilates hefjast 17. apríl. Kennt er tvisvar í viku í 4 vikur og kostar námskeiðið 7000kr.