12.03.2007
Núna getur fólk horft og hlustað á sjónvarpið í hlaupabrettunum nýju, einnig útvarpsstöðvarnar.
06.03.2007
Það er oft sem við fáum að heyra það að börnin draga mömmu og pabba í ræktina því þau vilja komast í barnagæsluherbergið.
05.03.2007
Við erum búin að gera óformlega könnun hvort fólk vill koma á Árshátíð með mat og öllu eða bara partý. Flestir vildu bara ódýrt partý þar sem við gætum skemmt okkur og dansað vel og lengi.
03.03.2007
Við eigum von á 8 nýjum Technogym hlaupabrettum með sjónvarpsskjám og tveimur vive upphitunartækjum í kringum næstu helgi. Því var ráðist í það að taka skyrbarinn niður til að búa til pláss.
14.02.2007
Það verður Body jam kennaranámskeið í Reykjavík helgina 23., 24. og 25. mars. Það geta allir farið á svona námskeið og þau eru erfið en skemmtileg.
12.02.2007
Álagið er mikið á okkar frábæru kennara sem kenna allir frá 8 tímum á viku uppí 20. Við erum búin að lauma inn nýjum kennurum í Gravity og Fit Pilates (Anný) og Hrafnhildur er alltaf að koma meira inn í Body Jammið. Brynjar Helgi Ásgeirsson fór á Gravity Pilates kennaranámskeið og í æfingabúðir til Tryggva spinningkennara.
06.02.2007
Miðvikudaginn 14. febrúar verður Borghildur Blöndal með fyrirlestur um rétt mataræði kl. 20:45. Abba kemur með veitingar, fullt af uppskriftum og sýnishorn af ýmsum hollustuvörum.
04.02.2007
Æ, setti inn frétt í gær og tímasetningu á tímanum í dag, en sé núna að hún hefur ekki farið inn. það verður Afró tími í dag kl. 14:00 og er hann opinn fyrir alla.
30.01.2007
Það verður kennsla í Afró dansi frá Kramhúsinu núna um helgina, spennandi. Boðið verður uppá 3 hópa: 20 ára og yngri, eldri en 20 ára og svo blandaðan fjölskylduhóp.
18.01.2007
Frábær mæting er í alla tíma núna og tækjasalinn og mun fleiri virk kort en fyrir ári síðan. Til dæmis mættu 57 konur í konutímann á mánudag og 56 í gær.