09.04.2007
Sólrún var að keppa í fitness um páskana í fyrsta skipti og gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í flokki 35 og eldri og líka í flokki undir 164cm.
04.04.2007
Sólrún Stefánsdóttir, kennari hér á Bjargi ætlar að keppa í fitness um helgina. Hún verður með í aðalkeppninni þar sem eru 18 stelpur og líka í aldursflokknum 35+ þar sem eru 6 keppendur.
02.04.2007
Það var góð stemming og mikill fjöldi sem lét sjá sig á Græna Hattinum á laugardaginn. Stelpurnar frá dansstúdíóinu Point dönsuðu tvo flotta dansa.
30.03.2007
Það verður gleðskapur á Græna Hattinum fyrir alla sem æfa á Bjargi og gesti þeirra á morgunn. Húsið opnar klukkan 21 og skemmtiatriði byrja um kl. 22:00.
26.03.2007
Rúmlega 20 manns mættu í kynningartímann í Body Vive. Þetta kom flestum á óvart og hópurinn skemmti sér vel og svitnaði mikið.
21.03.2007
Davíð einkaþjálfari er mjög duglegur að bæta við þekkingu sína og fer á mörg námskeið á hverju ári. Hann er nýkomin heim frá Toronto í Kanada þar sem hann lærði allt um posturologi, eða líkamsstöðu.
19.03.2007
Sandra var frábær um helgina og náði góðum árangri með þau sem mættu um helgina. Því miður var rosalega léleg mæting sem er synd, því hún er sú besta í þessu og dansinn er skemmtilegur.
16.03.2007
Abba tók fullt af myndum í gær sem má skoða á myndasíðunni. Skyrbarinn er kominn niður og þar má kaupa smoothie úr hollu hráefni.
15.03.2007
Við kláruðum þrjú Lífsstílsnámskeið á mánudaginn og var árangurinn glæsilegur að vanda. þrjár náðu að létta sig um 10% á 8 vikum sem er mjög erfitt og fengu þær 6 mánaða kort í verðlaun fyrir það og allar nældu þær sér í 3 mánuði í viðbót fyrir að léttast mest og taka af sér flesta sentimetra í sínum hóp.
14.03.2007
Sáuð þið Kastljósið á föstudagskvöldið? Þar var talað við Söndru Krumpkennara í Kramhúsinu og nokkra sem eru að dansa með henni.