Arnari Valsteinssynir Línuskautakennaranum okkar langar til að reyna að hafa línuskautanámskeið í sumar. Í tillögunni af sumartöflu voru þessir tímar settir inn á mánu- og miðvikudögum kl. 17.30 og það hefur enginn sett neitt út á þessa tímasetningu svo að við ætlum að halda henni. Skráning fer fram í afgreiðslu Bjargs og kostar 5.000 kr. á námskeiðið sem er í 4 vikur og innifalið eru: 2 tímar á viku á línuskautum með leiðbeinanda, aðgangur að sturtu, pottum og gufu og tveir tímar að eigin vali í hverri viku í tímatöflunni. Námskeiðið hefst 21. maí. Korthöfum Bjargs gefst kostur á að taka þátt fyrir aðeins 2.000 kr. Námskeiðsgjaldið fer allt í að borga kennara. Námskeiðið er ætlað bæði vönum og byrjendum.