Sólarkveðja!

Ótrúlegt að heimasíðan og bara allt skuli geta gengið án mín. Þetta sýnir að við erum með frábært starfsfólk. Ég hef það gott úti á Tenerife og er að fíla mig í botn með eldri borgurum. Ótrúlegt að heimasíðan og bara allt skuli geta gengið án mín.  Þetta sýnir að við erum með frábært starfsfólk.  Ég hef það gott úti á Tenerife og er að fíla mig í botn með eldri borgurum.  Hér eru um 200 manns og kenni ég leikfimi alla morgna og fer á milli hótela.  Einstaklega skemmtilegt og þakklátt fólk.  Svo kenni ég línudans seinni partinn, stjórna bingói og félagsvist, fer í mínigolf og gönguferðir.  Svo er heilmikið að gera í almennri aðstoð eins og að versla, taka út úr hraðbanka og svo bara spjalla og vera góður félagsskapur.  Þessi eyja er frábær, falleg og loftslagið einstakt og sjórinn líka.  Hlakka til að sjá ykkur öll, kem aftur 23. maí.
Sólarkveðja frá Aðalbjörgu (Öbbu) á Tenerife.