Hulda og Heimir á leiðinni í maraþon, eða hvað?
Arnar kláraði 4 vikna línuskautanámskeið í gær og allir skautuðu niður og upp Borgarbrautina, frábært. Hlaupanámskeiðið hjá Rannveigu og Guðrúnu er langt komið og vonandi hafa hlaupararnir notað aðstöðuna hjá okkur sem var í boði. Arnar kláraði 4 vikna línuskautanámskeið í gær og allir skautuðu niður og upp Borgarbrautina, frábært. Hlaupanámskeiðið hjá Rannveigu og Guðrúnu er langt komið og vonandi hafa hlaupararnir notað aðstöðuna hjá okkur sem var í boði. Eflaust eru margir á leiðinni í Mývatsmaraþon 23. júní og vitað er að Halldór hádegiströll ætlar að hlaupa fullt maraþon og etv. Valur, og kanski stefna einhverjir á Þorvaldsdalsskokkið helgina á eftir. Það er líka tilvalið að fara og ganga þá leið rösklega. En það er ótrúleg stemming að taka þátt í almenningshlaupum, vera einn úr hópnum. Kvennahlaupið er svo á laugardag.