Fréttir

Jónsmessuganga

15 manns og einn hundur mættu í jónsmessugönguna á Ysta-víkur fjall í gærkvöldi. Uppgangan tók aðeins lengri tíma en ætlað var og við þurftum að brjótast í gegnum birkirunna, sem var bara gaman.

Jónsmessuferð

Það er gott veður! Og þá skellum við á Jónsmessuferð annað kvöld. Ákvörðunarstaður er Ysta-fell í Víkurskarði.

Bravó stelpur á Súlur

Anna María og Elín tóku þátt í átaki með okkur og þættinum Bravó á Aksjón eftir áramót(sjá verkefni). Markmiðið hjá þeim var m.a. að fara á Súlutind.

Fjallgöngur og svaðilfarir

Við höfum alltaf farið í einhverjar ferðir á hverju sumri. Hjólað, gengið á fjöll eða skokkað. Fyrsta ferð er fyrirhuguð um Jónsmessu, munum sameina hjól og fjallgöngu, þ.a. þeir sem vilja hjóla á staðinn en hinir koma á bíl og svo skokkum við upp á eitthvert fjall.

Góð mæting í línuskautahópinn og Body Jam

Það eru um 20 manns að mæta í línuskautatímana, greinilega eitthvað sem vantaði hér. Svo mættu rúmlega 40 í Body Jam í gærkvöldi.

Frábær mæting í Body Jam

Fyrsti Body Jam tíminn á Bjargi og líklega hér á landi með íslenskum kennara var í gær. Ótrúlega góð mæting var, rúmlega 40 manns og geggjuð Hip hop, latin og jazz stemming.

Steini hljóp á 49:59

Afmælisdagurinn hans Steina varð að einum allsherjar hlaupa og hreyfingardegi. Hann hljóp í hádeginu og var miklu fljótari en hann eða nokkur annar reiknaði með.

Steini P. sextugur og ætlar 10 km.

Þorsteinn Pétursson, betur þekktur sem Steini P. lögga og skáti verður sextugur á föstudaginn. Í tilefni dagsins ætlar hann að hlaupa 10 km.

Hjólað úti og inni

Það mættu 8 hjólreiðamenn og einn á línuskautana fyrsta útidaginn. Þriggja stiga hiti er ekki til að draga að, en þetta eru hraustmenni.

Body Jam, partý og stuð

Það verða kynningartímar í Body Jam hér á föstudag kl. 16:30 og laugardaginn 28. maí kl. 13:00