Fréttir

Strákarnir flottir!

Karlapúlið kláraðist á þriðjudaginn og þar var einn sem sló öll fyrri met. Hann náði 10% léttingu(15,2) er hann reif af sér 15 kíló og 46 sentimetrar fóru, þar af 23 af miðjunni. Hetjan heitir Heimir Sigurðsson.

Jólauppskriftir

Jólauppskriftir Bjargs eru í stikunni hægra megin þar sem jólatrén eru. 7 blaðsíður af skemmtilegum uppskriftum.

Edda fertug!

Einn af okkar dyggustu viðskiptavinum varð fertug á mánudaginn og bauð vinum sínum í Súperþrekinu í aukatíma í puði hjá Óla og svo fóru allir að sjálfsögðu í heita pottinn á eftir þar sem Edda Bauð uppá léttar veitingar.

Frábær árangur!

28 þriggja mánaðakort fóru í verðlaun til einstaklinga sem stóðu sig framúrskarandi vel á lífsstílsnámskeiðunum sem voru að klárast í gær. 18 náðu 10% léttingu á 12 vikum, svo voru verðlaun fyrir flest kíló farin og sentimetra í hverjum hóp og fyrir góða mætingu.

Breyting á Gravity tímum

Við ætlum að bæta við Gravity tímum á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30. Þetta verða opnir tímar og þarf að skrá sig, fyrsti tíminn verður næsta mánudag 12. des.

Body attack aftur í janúar

Body Attack tímarnir fóru bara í pásu fram yfir áramót. Þeir koma svo inn aftur í janúar, allt of góðit tímar til að hætta alveg með þá. Ef þú vilt ná þolinu upp þá er Body Attack kjörin leið.

Rauður dagur

Það er lokadagurinn hjá þáttakendum á lífsstílsnámskeiðunum tveimur og Siðubitunum í dag. Allir ætla að muna eftir að mæta í einhverju rauðu eða með eitthvað rautt í tilefni dagsins.

Jólagjafir

Vantar ykkur ekki alltaf eitthvað sniðugt til að gefa í jólagjöf? Bolirnir og peysurnar okkar eru flott gjöf. Einnig 4 vikna Gravity námskeið á 10000 kr þar sem allt er innifalið, frábær gjöf fyrir makann.

Endaspretturinn!

Nú er síðasta vikan í gangi hjá lífsstílshópunum tveimur, Síðubitunum og karlapúlinu. Margir eru búnir að ná 10% léttingu og tryggja sér þriggja mánanaða kort.

Gravity kl. 09:30 á mánudögum og miðvikudögum

Erum að kanna áhuga á tímum í Gravity kl. 09:30 á mánudögum og miðvikudögum. Barnagæsla er á þessum tíma og þetta hentar því vel stelpunum sem eru að klára lífsstílinn.