Fréttir

Gestakennarar um helgina!

Þórhalla Andrésdóttir ætlar að kenna Body balance á laugardagsmorguninn kl. 10:30. Body Jam, sem slíkt fellur niður, en Sigyn Blöndal ætlar að kenna jazz og fönk í staðinn, spennadi.

Velheppnaður fjölskyldudagur

Það var frábær mæting og gaman að vera á Bjargi á sunnudaginn. Krakkarnir komu með foreldrunum og stundum Ömmu og afa líka og allir æfðu saman.

Fyrirlestur um rétt mataræði

Fyrirlestur verður á laugardaginn kl. 13:00 fyrir alla sem eru á lífsstílsnámskeiðunum, Karlapúlinu, unglinganámskeiðinu og í Síðubitunum.

Fjölskyldudagur á sunnudag!

Nú er komið að því að krakkarnir fái að æfa með mömmu og pabba. Við ætlum að hafa fjölskyldudag sunnudaginn 25. september.

Námskeiðin komin á fullt!

Þá eru námskeiðin byrjuð, lífsstíll, morgunn og kvöld, karlapúl, Síðubitar og unglingar. Það er góð mæting í alla hópa og stemning í liðinu.

Breyting á tímatöflu

Spinningtíminn á fimmtudagsmorgnum færist fram um 15 mínútur vegna óska fjölda viðskiptavina. Hann verður því framvegis kl. 08:15, ekki 08:30 eins og var.

Okkar fólk fremst í FSA þríþrautinni

Bjargfastir voru áberandi í FSA þríþrautinni og Halldór Halldórsson , sem hefur verið forsprakki hjólahópsins undanfarin ár varð fyrstur í mark.

Frábær mæting í alla tíma og námskeið

Það var ótrúlega góð mæting í alla tíma og tækjasalinn í opnu vikunni. En við héldum að það myndi róast eftir helgina, en það hefur aldrei verið meira að gera en sl. 2 daga.

Bætum við þekkinguna

Kennararnir á Bjargi voru á námskeiði allan sunnudaginn. Við fengum Harald Magnússon Osteopata til að kenna okkur allt um boltana og samræma tækni okkar í tækjasalnum.

Vinningshafar opnu vikunnar

Við drógum í gær úr öllum þeim sem skrifuðu sig í gestabókina í opnu vikunni.