13.06.2005
Við höfum alltaf farið í einhverjar ferðir á hverju sumri. Hjólað, gengið á fjöll eða skokkað. Fyrsta ferð er fyrirhuguð um Jónsmessu, munum sameina hjól og fjallgöngu, þ.a. þeir sem vilja hjóla á staðinn en hinir koma á bíl og svo skokkum við upp á eitthvert fjall.Við höfum alltaf farið í einhverjar ferðir á hverju sumri. Hjólað, gengið á fjöll eða skokkað. Fyrsta ferð er fyrirhuguð um Jónsmessu, munum sameina hjól og fjallgöngu, þ.a. þeir sem vilja hjóla á staðinn en hinir koma á bíl og svo skokkum við upp á eitthvert fjall. Líklega verður farið á Ystavíkur fjall í Víkurskarði og þá á föstudags eða sunnudagskvöldi( 23. eða 26. júní.) Næsta ferð yrði svo æfingaferð á Súlur í byrjun júlí. Heljardalsheiðin er svo fyrirhuguð um miðja ágúst og svo Herðubreið í boði Steina Pé. í lok ágúst eða byrjun september. Já, það þarf alltaf að stefna að einhverju og klára það.