01.03.2006
Síðustu 8 vikna lífsstílsnámskeiðin fyrir sumarið hefjast 13. mars. Bjóðum uppá morgun og kvöldhópa, kl. 09:30 þrisvar í viku, frí barnagæsla, og kl 19:30 tvisvar í viku og á laugardögum kl 11:30.
28.02.2006
Strákar! Við ætlum að opna karlatímana fyrir alla frá og með 14. mars. Þessir tímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:30 og eru frábær leið til þess að komast í form.
23.02.2006
Leiðbeinandi verður í tækjasal á eftirtöldum tímum: Mánudaga kl 09-11 og 17:30-19:30. Þriðjudaga kl 09-11 og 16-19, miðvikudaga kl 6-8, 12-16 og 19:30-20:30, fimmtudaga 8-11 og 17-19.
22.02.2006
Eins og allir hafa tekið eftir er mikil breyting að verða í kringum heita pottinn og snyritiaðstöðuna. Nú eru smiðirnir komnir út og eru að reisa girðinguna í kringum heitu pottana sem koma fljótlega.
22.02.2006
Síðasti tíminn á unglinganámskeiðinu var í dag. 16 krakkar voru með 100% mætingu og við drógum út 3 úr hópnum sem fengu mánaðarkort.
21.02.2006
Það er gaman að sjá hvað Akureyringar eru duglegir að æfa. Hér er fólk allan daginn og aldrei dauður tími. Auðvitað eru alltaf flestir milli 17 og 19 og þessi mynd var einmitt tekin kl 18 í gær.
21.02.2006
Les Mills workshop verður hér á Bjargi 4. mars. Lesið nánar um það undir myndinni (rauðklæddar stúlkur) í hægri stikunni.
20.02.2006
Nú er gamli spegillinn farinn og komnir 10 speglar, blásarar og upphækkanlegir stólar á hjólum. Aðstaðan er þar sem ljósalamparnir voru áður. Þetta er algjör bylting og nú fer betur um alla við speglana og greiðari leið að búningsherbergi kvenna og heita pottinum.
20.02.2006
Loftur Leifsson grafískur hönnuður hjá Skaparanum í Reykjavík og frændi Óla kom loksins í heimsókn og tók 3 góða æfingadaga hér á Bjargi. Loftur á heiðurinn að lógóinu nýja sem var tekið í notkun í október 2004 þegar við stækkuðum.
18.02.2006
Við höfum gert samstarfssamninga við tvær líkamsræktarstöðvar í Reykjavík. Önnur er Veggsport Stórhöfða 17, www.veggsport.is og hin er Árbæjarþrek við Árbæjarsundlaugina, www.threk.is.