Fréttir

Matreiðslukennsla!

Guðný Anna Ríkharðsdóttir, kaldur kokkur, verður með matreiðslukennslu í næstu viku fyrir alla sem eru á námskeiðum hjá okkur. Skráning á blöð í afgreiðslu.

Jói og Thea kenna dans um helgina!

Það verður sko dansað hér um helgina. Jói og Thea frá danssmiðjunni eru á leiðinni og ætla að kenna swing og salsa fyrir pör á laugardag og sunnudag og einnig línudans fyrir alla.

Fjórðu bekkingar í heimsókn!

Fjórði bekkur í menntaskólanum kemur alltaf í tíma til okkar á hverju hausti. Þau mættu sl. viku, 6 hópar og fengu kynningu á stöðinni, prufuðu Gravity, sumir spinning, boltana og tækjasalinn.

Fit Pilates kennaranámskeið

Smári Jósafatsson verður með kennaranámskeið í Fit Pilates, sem er pilates á boltum, fyrstu helgina í nóvember.

Vo2max námskeið!!!

Nú er fyrsta Vo2max námskeiðið að klárast. Þeir sem eru þarna eru komnir í hættulegt form, voru góð fyrir en eru á uppleið núna. Stefnum á nýtt námskeið 30. október.

Eva með kortið!

Við gripum Evu í gær þegar hún mætti á svæðið og smelltum af henni mynd. Hún var svo heppin að ætla að kaupa sextánda kortið þann 16. október á tveggja ára afmæli nýju aðstöðunnar. Hún fékk því 6 mánaða kortið sem hún ætlaði að kaupa frítt.

2 ár frá opnun nýju aðstöðunnar, frítt í dans til áramóta!

Við áttum tveggja ára afmæli í nýju aðstöðunni í gær. Af því tilefni fékk viðskiptavinur sem keypti sextánda kortið (16. október) þann dag, frítt kort.

Freestyle tíminn byrjaður!

Sigyn er byrjuð! Það var flott mæting í fyrsta freestyle tímann hjá Sigyn á föstudaginn kl 17:00.

Kynning á Glerártorgi!

Eins flestir vita hefur staðið yfir valhopp á Glerártorgi síðustu vikuna. Ýmsar uppákomur og afslættir í verslunum.

Tengsl eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur

Aðalheiður Eysteindóttir listakona hefur verið fastakúnni hér á Bjargi frá því Abba byrjaði að kenna konutímana hinu megin, í kringum 1995. Hún lofaði okkur listaverki fyrir einhverjum árum, bara þegar andinn kæmi yfir hana.