Fréttir

Hlauparar á fullu.

Hlaupahópurinn sem myndaðist í kringum hlaupanámskeiðið í ágúst hefur haldið sér þokkalega. Mætingar eru nú í vetur kl 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum við Bjarg og klukkan 09:00 á sunnudögum við Sundlaug Akureyrar.

Brúðkaup Guðfinnu!

Ein öðruvísi gleðifrétt. Guðfinna Tryggvadóttir, sem var að kenna hér fyrir nokkrum árum, gifti sig laugardaginn 7. október.

Góð aðsókn

Frábær mæting var á fyrirlestrana hjá Fríðu Rún í gær. Tæplega 200 manns mættu og fræddust um mataræði íþróttafólks. Ef þið eruð með einhverjar persónulegar spurningar til Fríðu þá er netfangið hennar fridaruner@hotmail.com.

Margt á döfinni!

Um næstu helgi verðum við með kynningu á stöðinni á Glerártorgi. 19.-20. og 21. október koma Þorbjörg og Umahro hingað og verða með námskeið í Grunnreglunum 10 sem er fræðslu- og matreiðslunámskeið.

Fyrirlesturinn hjá Fríðu á sunnudag

Við höfum fengið frábær viðbrögð við fyrirlestrunum sem verða á sunnudag. Sum félög borga fyrir sitt fólk og aðrir eru með skyldumætingu. Þetta verður áhugavert og er öllum opið. Sjá nánar undir myndinni af Fríðu í hægri stikunni.

Les Mills dagur í gær

Það var Les Mills veisla hér í gær og frábær mæting í alla tíma. Frumflutningur var á þremur kerfum: Body Step, Body Pump og Body Balance.

Kennarar á Fusion festivali!

Fjórir kennarar voru í Reykjavík um helgina á Fusion Festivalinu hennar Unnar Pálmadóttur. Það er nauðsynlegt að hlaða batteríin reglulega og þarna voru frábærir kennarar með skemmtilega tíma í hinu og þessu.

Fyrirlestur um rétt mataræði!

Þið sem eruð á námskeiðum á Bjargi: Nýjum lífsstíl, Síðubitum, Gravity, Gravity vefjagigt, Vo2Max eruð velkomin á fyrirlestur um rétt mataræði mánudaginn 25. september kl 20:45 í kjallaranum.

Frábær hópur á Vo2max námskeiðinu.

Það er flottur hópur í Vo2max námskeiðinu, getum bara kallað þetta súrefnis hópinn. Þau voru úti með Óla í gær og fóru víst ansi margar ferðir í tröppunum við dæluhúsið í Glerárstíflu.

Óvissuferðir!

Það er nóg að gera hjá okkur í að taka á móti óvissuhópum í ýmisskonar dans eða aðra hreyfingu. Tæplega 60 manna hópur frá Hrafnagilsskóla kom á föstudagskvöldið og dansaði með Öbbu á útipallinum í frábæru veðri.