Hluti hópsins sem krækti sér í mánaðarkort.
Hlaupahópurinn sem myndaðist í kringum hlaupanámskeiðið í ágúst hefur haldið sér þokkalega. Mætingar eru nú í vetur kl 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum við Bjarg og klukkan 09:00 á sunnudögum við Sundlaug Akureyrar. Hlaupahópurinn sem myndaðist í kringum hlaupanámskeiðið í ágúst hefur haldið sér þokkalega. Mætingar eru nú í vetur kl 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum við Bjarg og klukkan 09:00 á sunnudögum við Sundlaug Akureyrar. Hópurinn er á vegum langhlauparadeildar UFA og það er ekki neinn sérstakur þjálfari í vetur, en búið að leggja línurnar samt hvenær á að hlaupa langt og hvenær spretti og hraðaleiki. Hlaupararnir á myndinni settu sét takmark fyrir Akureyrarhlaupið, náðu því og fengu mánaðarkort frá Bjargi í verðlaun.