Alla við listaverkið
Aðalheiður Eysteindóttir listakona hefur verið fastakúnni hér á Bjargi frá því Abba byrjaði að kenna konutímana hinu megin, í kringum 1995. Hún lofaði okkur listaverki fyrir einhverjum árum, bara þegar andinn kæmi yfir hana. Aðalheiður Eysteindóttir listakona hefur verið fastakúnni hér á Bjargi frá því Abba byrjaði að kenna konutímana hinu megin, í kringum 1995. Hún lofaði okkur listaverki fyrir einhverjum árum, bara þegar andinn kæmi yfir hana. Þegar við fluttum yfir í nýju aðstöðuna fyrir tveimur árum kom þessi stóri veggur í ljós og ákveðið að þarna kæmi verkið. Alla kom svo í gær og Sverrir smiður hjálpaði henni að koma því fyrir. Verkið heitir Tengsl. Í því má sjá tengsl á milli líkamsræktar(kviðæfing gerð á bolta) og Sjálfsbjargar(maður í hjólastól), milli kynþátta, eilífðar og líkamsræktar, aldraðra og þeirra sem yngri eru og bera kyndil framtíðarinnar...... Verkið er einstakt, fer vel og er skemmtilegt eins og Alla.