Fréttir

Knattspyrnumenn æfa!

Það voru um 25 Knattspyrnumenn frá Þór á æfingu hér í morgunn. Lárus Orri lét þá puða vel á góðri þrekæfingu.

Fit Pilates að byrja í dag!

Annað námskeiðið í Fit pilates hefst í dag og hitt a morgun. Bæði eru full og biðlistar inn. Við tökum 20 á námskeiðið svo það fari vel um alla.

Kennarar á Pilatesnámskeið!

Það verður kennaranámskeið hér um helgina í Gravity Pilates. Um 10 manns ætla að læra allt um bekkinn og pilates.

Rúmlega 90 manns á lífsstílsnámskeiðum

Það eru þrjú lífsstílsnámskeið að byrja í dag. Morgunhópur kl 09:30, og tveir kvöldhópar kl 18:30 og 19:30.

Body Pump partý

Það verður frumflutningur á nýja Body Pumpinu á fimmtudaginn kl 17:30. Stelpurnar 4 ætla allar að kenna og gaman væri að sem flestir kæmu í rauðu sem er Body Pump liturinn!

Frítt í Body Jam á laugardögum

Við ætlum að halda áfram að hafa frítt í Body jam á laugardögum. Allir sem hafa gaman af dansi geta mætt þá og þurfa ekki endilega að eiga kort hér. Góð kjör fyrir skólafólk.

Gravity Plús

Nú höfum við bætt inn tveimur nýjum og erfiðari Gravitytímum, á þriðjudögum kl. 18:30 og á fimmtudögum kl. 17:30.

Þriggja daga passi!

Í næsta Extra kemur stór auglýsing og þriggja daga passi sem gildir fyrir alla sem eru 14 ára og eldri út febrúar 2007. Það þarf bara að klippa úr miðann og sýna í afgreiðslu, og hann gildir 3 daga í röð.

Partýstemming í áramótatíma!

Það mættu um 60 manns í lokatíma árasins. 7 kennarar sáu um kennsluna: Body jam og Body Attack í upphitun(Abba og Aldís). Svo var skipt í 3 hópa sem fóru í Body Pump til Birgittu, spinning hjá Önnu, Step hjá Hóffu, Fit Pilates hjá Huldu og tæki og annað bull hjá Öbbu.

Áramótatími!!

Stefnum á stóran áramótatíma laugardaginn 30. desember kl. 09:30-11:30. Ætlunin er að allir byrji saman og svo skiptum við ykkur í 4 hópa sem fara á milli kennara sem djöfla ykkur út.