26.09.2010
Við erum byrjuð að srá á Hot Yoga námskeiðin sem byrja 12. október. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 07:00, 08:30, 14:00, 18:00 og 19:30. Síðustu tveir hóparnir verða tvisvar á fimmtudegi og tvisvar á sunnudegi vegna spilakvölds sem er annan hvern fimmtudag í salnum.
23.09.2010
Þá er framkvæmdum við gólfið í spinning/CrossFit salnum lokið. Er þetta sundlaug spyrja sumir, en gólfið er fallega glansandi blátt,
23.09.2010
Það hefði verið hægt að fylla tvo spinningtíma á fimmtudaginn kl 17:30. Við erum oftast með um 35-38 hjól í gangi og allir tímar troðnir. Við ætlum því að bæta við tíma kl 16:30 á þriðjudögum. Þetta er 45 mínútna tími, snarpur og stuttur. Hann kemur inn í næstu viku.
23.09.2010
Það var góð stemming í Hot Yoga á þriðjudaginn. Byrjuðum námskeiðið og svo var opinn tími á eftir sem virtist mælast vel fyrir. Flestir voru hissa á því hvað þeim leið vel í hitanum og fundu fyrir auknum liðleika og vellíðan.
20.09.2010
Því miður er allt einum degi á eftir áætlun í gólfmálunum og við getum bara keyrt einn tíma í einu. Body Combat fellur því niður en við bendum á konutímann í staðinn. Þau sem ætluðu
19.09.2010
Það verða einhver óþægindi á morgun og kannski falla einhverjir tímar niður vegna þess að mennirnir sem ætluðu að koma um helgina og setja nýtt gólf á spinningsalinn koma á mánudag.
19.09.2010
Við bjóðum uppá 4 Body Pump tíma á viku. Bættum við tíma kl 06:10 á mánudagsmorgnum og í hádeginu á fimmtudögum. Og viti menn, þessir tímar eru troðfullir, enda pumpið gott og kennararnir líka.
16.09.2010
BodyBalance tíminn næsta laugardag, 18.9. fellur niður vegna endurnýjunar á gólfefni í sal. Við biðjumst velvirðingar á þessari röskun. Aðrir tímar á laugardag verða kenndir.
16.09.2010
Abba verður með matreiðslukennslu næsta miðvikudag kl 20:00 í salnum niðri. Þetta er hugsað fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi. Hún verður í ca 1 klst að hamast og svo fáið þið
16.09.2010
Það er löngu orðið fullt á 3 vikna námskeiðið sem byrjar á þriðjudaginn. Opnu tímarnir verða eflaust troðnir og því ætlum við að láta skrá sig í þá til að byrja með. Pláss fyrir 26 í