Fréttir

Þrektími, Body Step, CrossFit

Það eru margir að mæta í Body Step á mánudögum og því höfum við ákveðið að stóri salurinn fari undir þann tíma. Þrektíminn sem var þar mun því sameinast CrossFit tímanum sem Óli er með

Gravity, Gravity

Vinsældir Gravitytímanna hafa sjaldan verið meiri, enda er þetta frábær styrktarþjálfun sem hentar öllum. Næstu 4 vikna námskeið hefjast 4. október. Skráning er hafin og verða eftirtaldir tímar í boði:

Troðfullt í Ólatíma og Hot Yoga

Það komu 50 manns í Ólatímann í gær, rosa gaman og fín stemming. Abba kenndi svo tvo velfulla Hot Yoga tíma í dag þar sem svitinn rann og flestir komu sjálfum sér á óvart í liðleika.

Skráning hafin á Hot Yoga námskeiðin

Við erum byrjuð að srá á Hot Yoga námskeiðin sem byrja 12. október. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 07:00, 08:30, 14:00, 18:00 og 19:30. Síðustu tveir hóparnir verða tvisvar á fimmtudegi og tvisvar á sunnudegi vegna spilakvölds sem er annan hvern fimmtudag í salnum.

Sundlaug á Bjargi?

Þá er framkvæmdum við gólfið í spinning/CrossFit salnum lokið. Er þetta sundlaug spyrja sumir, en gólfið er fallega glansandi blátt,

Nýr spinningtími

Það hefði verið hægt að fylla tvo spinningtíma á fimmtudaginn kl 17:30. Við erum oftast með um 35-38 hjól í gangi og allir tímar troðnir. Við ætlum því að bæta við tíma kl 16:30 á þriðjudögum. Þetta er 45 mínútna tími, snarpur og stuttur. Hann kemur inn í næstu viku.

Notalegt í Hot Yoga

Það var góð stemming í Hot Yoga á þriðjudaginn. Byrjuðum námskeiðið og svo var opinn tími á eftir sem virtist mælast vel fyrir. Flestir voru hissa á því hvað þeim leið vel í hitanum og fundu fyrir auknum liðleika og vellíðan.

Body Combat, þrektími og spinning falla niður

Því miður er allt einum degi á eftir áætlun í gólfmálunum og við getum bara keyrt einn tíma í einu. Body Combat fellur því niður en við bendum á konutímann í staðinn. Þau sem ætluðu

Skipt um gólfefni? Spinning fellur niður!

Það verða einhver óþægindi á morgun og kannski falla einhverjir tímar niður vegna þess að mennirnir sem ætluðu að koma um helgina og setja nýtt gólf á spinningsalinn koma á mánudag.

Margir í nýju Body Pump tímunum

Við bjóðum uppá 4 Body Pump tíma á viku. Bættum við tíma kl 06:10 á mánudagsmorgnum og í hádeginu á fimmtudögum. Og viti menn, þessir tímar eru troðfullir, enda pumpið gott og kennararnir líka.