07.02.2011
Tvö Gravitynámskeið eru að byrja í dag, kl 17:30 og 18:30 og eru þau troðfull. Námskeiðin eru bæði ætluð fólki með vefjagigt og stoðkerfisvandamál. Erum að skrá á morgunnámskeiðin sem hefjast eftir viku.
07.02.2011
Sonja startaði karláskoruninni í gær. það eru þrjú 5 manna lið í keppninni og þeir voru spenntir að byrja. Fyrstu mælingar fóru fram í gær og verða svo vikulega næstu 8 vikurnar.
07.02.2011
Það er laust á Hot Yoga námskeiðin kl 08:30 og 16:30. Það er töluvert spurt um námskeið kl 18 og við reyndum að bjóða uppá námskeið á þeim tíma til að byrja með en gekk illa að fylla hóp.
07.02.2011
Nýir boltatímar hjá Öddu Þóru. 4 vikna námskeið sem byrja 16. febrúar. Timar kl 19:30 á mánudögum og 18:30 á miðvikudögum, opinn aukatími á föstudögum kl 08:30.
02.02.2011
Rannveig Oddsdóttir íþróttamaður UFA 2010 og hlaupakona ársins 2010 æfir hér reglulega og hefur gert undanfarin ár. Undanfarið hefur hún sést meira en áður og hefur færðin örugglega eitthvað með það að gera. Í dag kom svo Íslandsmethafinn í 2 og 3000m hindrunarhlaupi á brettið, Sveinn Margeirsson.
31.01.2011
Munið eftir matseðlunum okkar hér til hægri. 14 dagar og fullt af heilræðum og uppskriftum. Sumir eru enn að berjast við jólafituna og vantar hugmyndir af léttum og hollum réttum.
31.01.2011
Aðsóknin er orðin jöfn og góð í Hot Yoga og erum við því hætt að skrá í opnu tímana. það er pláss fyrir 30 manns og hefur sú tala haldist nokkuð jöfn undanfarið. Þannig að fyrstir
29.01.2011
Zumban verður kennd áfram á þriðjudögum og fimmtudögum og tímarnir eru opnir. Það var frítt fyrir alla í síðustu viku en í framhaldinu þarf fólk að eiga kort til að vera með.
29.01.2011
Það er á döfinni að setja inn boltanámskeið og munum við auglýsa það fljótlega. Það verður blanda af öllu því besta með stóran bolta, lóð
29.01.2011
Já, við ætlum að koma til móts við strákana og rukka eitt gjald á lið í karlaáskoruninni. Það geta verið 5 í liði og borga 60þúsund fyrir