Fréttir

75 manns skemmtu sér í Zumbunni

Zumban hjá Evu byrjaði vel. Um 75 manns mættu, svitnuðu, dönsuðu og skemmtu sér hið besta. Næsti tími er á fimmtudaginn kl 18:30

Anna litla fertug í gær

Anna Ársæls sem kennir pump, spinning, Combat og fleira varð fertug í gær. Hún kom að sjálfsögðu og kenndi pumpið í gær. Klæddi sig flott og t´´ok svo 40 armbeygjur frá tám og allir með henni

Troðfullir tímar

Það komu um 310 manns í hóptímana í gær: Hot Yoga, Zumbu, Body Pump, spinning, Body Balance og Boxercise. Síðan komu álíka margir í tækjasalinn yfir daginn. Á svona dögum er oft erfitt að finna bílastæði á planinu.

Skráning hafin á næstu námskeið í Gravity, CrossFit og Hot Yoga.

Við erum byrjuð að skrá á næstu námskeið sem byrja í kingum 7. febrúar. CrossFit kl 06:15 þrisvar í viku, Gravity kl 06:15 og 08:30 (byrjar 14. febrúar) og vefjagigtarhópar kl 17:30 og 18:30. Hot Yoga kl 08:30 og 16:30 tvisvar í viku.

Abba, Eva og Tryggvi í Eurovision

Sjónvarpið mætti í hádegistímann á miðvikudag og tók upp smá innslag sem kom í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Eurovision nördar Bjargs nr 1 sögðu sína skoðun á danssporum, klæðnaði og hvaða lög væru uppáhaldslögin.

Fab-travel

Við erum í samstarfi við FAB- Travel (free as a bird), umboðsskrifstofu fyrir meðal annars heilsutengda ferðaþjónustu. Þau bjóða uppá öðruvísi pakka fyrir ferðamenn til Akureyrar og erum við inni með gleði fyrir óvissuhópa, dekur í nuddi og pottum, líkamsrækt hóptíma og tækjakennslu og heilsuhelgar með öllu. Hvetjum alla til að skoða þessa síðu, og þá HAF ferðir(health and fun).

Frumflutningur á Body Combat í dag

Anna og Inga munu frumflytja nýtt Body Combat í dag kl 17:30. Að sjálfsögðu verður happdrætti í lok tímans og þær lofa miklu stuði. Hvetjum fólk til að prufa þessa geggjuðu tíma.

KARLAÁSKORUN BJARGS 2011

Keppni fyrir stráka á öllum aldri. Möguleiki á 6 mánaða korti fyrir alla sem léttast um 10% á 8 vikum og flott verðlaun fyrir liðið sem léttist hlutfallslega mest á 8 vikum (út að borða, frí einkaþjálfun og fleira).

CrossFit kl 08:30

Óli og Elma settu af stað grunnnámskeið í CrossFit kl 08:30 sl mánudag. Ef einhver er að spekúlera að þá er pláss þar fyrir 2-3 í viðbót. Einnig eru þeir sem hafa lokið námskeiði og vilja rifja upp velkomnir.

Zumban byrjar í næstu viku

Við ætluðum að byrja núna næsta fimmtudag en þá er handboltaleikur og því frestum við fyrsta tímanum til þriðjudagsins 25. janúar. Opnir tímar verða á þriðjudögum kl 16:30 og