10.06.2010
Færri eru að mæta í suma tíma þegar veðrið batnar og því munu þeir detta út. Það er t.d. léleg sktáning í Gravity kl 08:15 og 08:30 á þriðjudögum og föstudögum og eru þeir því hættir.
09.06.2010
Ný útgáfa af BodyJam verður frumflutt miðvikudag kl. 16:30. Eva og Gerður ætla báðar að kenna og halda uppi fjörinu með diskó, salsa og fleiru í skemmtilegum rútínum. Eva mun svo kenna þessa nýju útgáfu aftur á laugardaginn kl. 13:00, rosa stuð.
06.06.2010
Næstu Gravitynámskeið byrja mánudaginn 14. júní. Bjóðum uppá námskeið kl 06:15, 08:30, 16:30 og 17:30. Skráning er hafin. Athugið að Gravity er einstök styrktarþjálfun. Erum alltaf að fá sögur hjá fólki sem kemur í Gravity eftir langvarandi meiðsl eða krankleika og fær bót.
06.06.2010
Það er fullt á unglinganámskeiðið sem byrjar á morgun. Spennandi námskeið fyrir fríska krakka sem vilja fjölbreytta hreyfingu. Athugið að innifalið er frjáls aðgangur að Bjargi.
02.06.2010
Abba kenndi helminginn af nýjum Body Balance fyrir viku, og núna tekur hún allt prógrammið. Frábærar æfingar og teygjur ásamt góðri tónlist.
31.05.2010
Inga Steinlaug verður með hluta af nýju Combati í dag, skemmtilegar og góðar æfingar. Hún mun stundum setja inn eitt og eitt lag úr Body Attacki í sínum tímum.
31.05.2010
Sumartíminn byrjar 1. júní. Þá styttist opnunartíminn um eina klst á dag nema sunnudagarnir eru eins. Það er því opið frá 6-20 mánudaga til fimmtudags, til 18 á föstudögum, 9-14 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum.
29.05.2010
Í tilefni dagsins ætlar Eva að vera með brjálað Eurovision-þema í Body Jam tímanum á laugardag kl.13:00. Frábær upphitun fyrir kvöldið.
25.05.2010
Við erum að fá ný sumarprógrömm í LesMills kerfunum og því von á nýju Body Pumpi, Balance, Jammi og Combati í næstu viku. Hvetjum alla sem ekki hafa prufað þessa tíma að gefa þeim séns.
25.05.2010
6 manns fóru á Kerlingu í gær og fengu besta útsýni sem völ er á og frábært veður. Fætið var erfitt, háar hnélyftur í djúpum snjó stóran hluta sf leiðinni og gott að vera í bærilegu formi.