12.05.2010
Sumartaflan er að mótast og komin inn hér undir tímatafla og fer í gang mánudaginn 17. maí. Eigum bara eftir að taka út Body Balance á laugardögum og CrossFit á föstudögum eftir helgina. Body Jammið verður svo líklega á miðvikudögum kl 18:30 og
10.05.2010
Súperkeyrslan á miðvikudögum er hætt, bendum á útiþrekið á sama tíma. Þemaspinning á föstudögum og Body Vive á föstudögum eru líka hættir. Við erum að móta sumartöfluna sem fer í gang 17. maí.
10.05.2010
Öldungaráðið sigraði í liðakeppni 39 ára og eldri í þrekmeistaranum. Í liðinu eru strákar sem æfa hér á Bjargi og voru þeir ekki langt frá Íslandsmetinu og urðu í 4 sæti í opnum flokki, glæsilegt. Birgitta Guðjónsdóttir og Unnsteinn Jónson náðu öðru sæti í parakeppninni.
07.05.2010
Við hvetjum alla til að fara og kíkja á þrekmeistarann á morgun. Keppt er í höllinni, en heyrst hefur að keppnin verði úti því spáin sé góð. Það eru líklega 3 lið í liðakeppninni héðan og eitt til tvö pör og vonandi eru einhverjir í einstaklingskeppninni.
07.05.2010
Fyrsti útitíminn verður á mánudaginn kl 17:30. Næsti verður svo á miðvikudag á sama tíma og því fellur súperkeyrslan niður. Útitímarnir eru fyrir alla, verðum með 3 kennara tilbúna og skiðtum hópnum niður eins og þarf.
07.05.2010
Hjólagarparnir eru farnir af stað. Þau mæta á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30. Það geta allir verið með í þessum hóp, kostar ekkert en það er heldur enginn þjálfari. Sumir eru að stefna á Bláalónsþraut í júní
03.05.2010
Veðrið er að skána og þá detta fleiri tímar út. Body Balance tíminn á fimmtudögum kl 18:30 er úti, hinir tveir á þriðjudögum og laugardögum eru ennþá inni. Erum að smíða sumartöfluna.
03.05.2010
Næstu Gravitynámskeið hefjast mánudaginn 10. maí. Skráning er hafin og eru sum að fyllast. Við verðum áfram með öll námskeiðin inni ef þau fyllast: kl 06:15, 08:30, 16:30, 17:30 og 18:30.
03.05.2010
Eva og Gerður eru báðar að sýna dans á danssýningunum hjá Point á laugardaginn. Abba ætlar að rifja upp eitthvað gamalt og gott og kenna brjálað jamm á laugardag. Sjáumst í dansdressinu stelpur og strákar.
03.05.2010
Margir sem eru að æfa hér hlupu í 1. maí hlaupinu, en sigurvegarar í 10 km urðu Bjartmar Örnuson á sínum besta tíma 34,34 og Rannveig Oddsdóttir í kvennaflokki. Hríseyjarskóli sigraði í skólakeppninni.