Fréttir

CrossFit tími hættir

CrossFit tíminn kl 17:15 á mánudögum er hættur.  Óli lét alla vita af þessu í síðasta tíma.  Mæting hefur verið dræm og því ekki grundvöllur til að halda úti tíma.  Bendum á að það er hægt að taka æfingu dagsins inní CrossFit salnum fyrir áhugasama, hann er opinn.

Flottir frjálsíþróttakrakkar

Frjálsíþróttafólk UFA er mjög áberandi hér hjá okkur á Bjargi og æfa stíft með Gísla Sigurðssyni þjálfara sínum.  Þau náðu frábærum árangri á MÍ um helgina.  Hafdís Sigurðardóttir varð fimmfaldur íslandsmeistari og var að bæta sig t.d. í 400m hlaupi eins og Kolbeinn Höður sem setti íslandsmet í þeirri vegalangd í sínum aldursflokki og varð annar í hlaupinu, frábær árangur hjá þessum unga pilti. Fleiri voru að bæta sig og vinna til verðlauna eins og t.d. stelpurnar í 4x400m boðhlaupi, komu á óvart og sigruðu.  Við erum stolt að geta stutt við þetta efnilega íþróttafólk og óskum þeim og Gísla til hamingju með árangurinn.

Brjálaður dans á Bjargi

Er að hlusta á Evu kenna Zumbuna í diskóljósunum og 40 konur í svaka stuði.  Það er ótrúlega flott stemming í öllum danstímunum á Bjargi.  Eva fer hamförum í Zumbunni þrisvar í viku, Body Jammið og Sh´bam eru svo á föstudögum og laugardögum og þar kennur Gerður Hip Hoppari líka.  Þær ætla að kenna saman næsta laugardag nýja Body Jammið kl 13:00 og það er opið fyrir alla og ekkert aldurstakmark.

Fullt á þremur Gravitynámskeiðum.

Við þurfum ekki að auglýsa vinsælustu Gravitynámskeiðin sem eru tvö fyrir vefjagigtarhópa og eitt fyrir alla.  Ný námskeið byrjuðu í gær og á mánudag.  Biðlisti er inn á öll námskeiðin og konurnar sem eru í vefjagigtargravity námskeiðinu eru margar búnar að vera í nokkur ár.  Gravity er snilldarleikfimi fyrir stoðkerfið og hentar því þeim sem þurfa að styrkja sig en fara varlega. Sjúkraþjálfarar sjá um kennsluna í vefjagigtarhópunum og sjá um að svara spurningum og strá gullkornum til þátttakenda.

Skráning í gangi á næstu námskeið

Næsta CrossFit námskeið frestast og byrjar 23. febrúar,

Sveitaballaþema í spinning

Tryggvi og Anný eru alltaf í stuði og núna er það sveitaballaþema í spinning á morgun.  Þið þurfið ekki að mæta í sveitaballadressi heldur ætla þau að spila æðislega tónlist sem hægt er að tengja sveitaböllunum.  Land og synir, Sólstrandagæjarnir, Sálin og Sólin???  Tímarnir eru kl 16:30 og 17:15.

Matreiðslukennsla

Abba verður með matreiðslukennslu á miðvikudaginn kl 20.  Þetta er hugsað fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi.  það er vel fullt og varla pláss fyrir fleiri.  Hún ætlar að gera einfaldan og 70% hollan mat og góðu hráefni, lífrænu í bland.  Engar öfgar og þetta tekur um klukkutíma.  Fullt af smakki oh allir fá uppskriftirnar, 500kr á mann.

Body Jam og Body Attack

Miðvikudagstíminn í Body Jamminu hefur ekki verið nógu vel sóttur og fellur því niður. Body Attack á föstudögum er líka úti.  þar er Body Vive í boði og það er búið að breyta Vivinu og gera það örítið öflugra, meira þol þannig að þau sem voru í Attackinu ættu að prufa Vivið.

Body Pump kl 6:10 og CrossFit á mánudögum

Body Pump tíminn á mánudagsmorgnum er kominn inn aftur kl 6:10.  Opni Crossftit tíminn á þriðjudagsmorgnum kl 8:30 færist yfir á mánudagsmorgna.  Hentar betur fyrir barnakonur.  Strákar!  Þessi tími er líka fyrir ykkur ef þið viljið hitta kennarana og taka VOD með skemmtilegum félögum.

Frumflutningur á Body Vive

Hóffa og Abba ætla að frumflytja nýtt Body Vive á föstudaginn kl 16:30.  Búið er að breyta Vivinu aðeins og fyrri hlutinn er gott þol þar sem litli boltinn er notaður í einu lagi.  Síðan koma góðar æfingar fyrir handleggi, læri og jafnvægi með teygju.  Kvið og bakæfingar í restina og að sjálfsögðu geggjuð tónlist.  Einstaklega góðir tímar fyrir alla og sem dæmi þá kemur hluti af æfingunum í CXWORX core tímanum úr Vivinu.  Program direktor í þessum báðum kerfum er sama konan, Susan Trainor.