Fréttir

Síðustu námskeið fyrir jól

Við erum að skrá á síðustu Gravitynámskeiðin fyrir jól núna. þau byrja 1. nóvember. Hot Yoga námskeiðin byrja svo 9. nóvember.

Abba í Landanum

Abba er alveg að verða heimsfræg, kom í Landanum á sunnudaginn var. Fyrir þá sem vilja vita meira þá kemur myndbandið sem

Body Balance í volgum sal

Abba ætlar að kenna Body Balance á laugardaginn í salnum niðri og hafa hann um 30°heitan. Notalegt og gott inni en kalt úti.

Skráning í Hot Yoga

Það er Hot Yoga tími á sunnudaginn kl 11:30. Skráning í hann hefst á laugardag kl 09:00.

Gatli í heimsókn

Gunnar Atli (Gatli) hefur verið á sjónum undanfarið og því lítið kennt. Hann mætti galvaskur í morgun og kenndi gamla tímann sinn kl 06:10. Hann mun kenna einn og einn tíma í vetur.

Nýr lífsstíll, 7 vikur framundan

Við erum að klára fyrstu 7 vikurnar á lífsstílsnámskeiðunum. Nokkrar bara skráðar á 7 vikna námskeið og hætta því núna.

Frumflutningur á Body Step

Hóffa, Jóna og Eva frumflytja nýtt Body Step á morgun kl 17:30. Fullt af skemmtilegum sporum og góðri tónlist, þol og styrkur.

Frumflutningur á Body Vive

Abba ætlar að frumflytja Body Vive 16 í dag, föstudag. Hún mun líka kenna það næsta þriðjudag. Fullt af nýjum æfingum, skemmtilegum að vanda og frábær tónlist.

Mix á föstudegi

Inga Steinlaug lofar miklu fjöri og skemmtilegu mixi af BodyCombat og BodyAttack kl. 17:30 á föstudag. Hvetjum alla til að mæta.

Skráning og afskráning

Það þarf að skrá sig í opna tíma í Gravity og Hot Yoga. Þetta eru vinsælir tímar og því mjög bagalegt þegar fólk skráir sig og mætir svo ekki og lætur ekki vita. Við erum þá búin að neita fjölmörgum