Fréttir

Vo2max námskeið 19. janúar

Það er mikið spurt um Vo2max námskeið, og það mun byrja 19. janúar með útitíma. Ætlum að bjóða uppá 6 og/eða 12 vikna námskeið. Fastir tímar verða þrisvar í viku: mánudagar 17:30 útitími, þriðjudagar 17:30 Gravity/þrek og föstudagar 17:30 þrektími.

Nýtt, nýtt leikfimi fyrir barnshafandi konur

Loksins getum við boðið uppá leikfimi fyrir barnshafandi konur og mæður með ungabörn. Anný Pálmadóttir sjúkraþjálfari ætlar að fara af stað með 4 vikna námskeið á mánudögum og miðvikudögum kl 18:30.

Barnagæslan frí til að byrja með!

Við vorum búin að tilkynna að gjald yrði tekið fyrir barnagæsluna eftir áramót. Við ætlum að fresta því en hækka kortin í staðinn. Vonum að þetta komi sér vel fyrir barnafólk og sérstaklega alla þá sem eru að koma á Lífsstílsnámskeiðin.

Gravity 30+ og 60+

Við ætlum að bjóða uppá Gravityhóp fyrir þá sem eru vel þungir eða 30+. Þessir tímar verða tvisvar í viku kl 18:30 á mánudögum og miðvikudögum. Bjóðum þessum hóp að mæta með lífsstílnum á laugardögum kl 11:30 í þrektíma, eða

8 ára gamall Balance

Abba tók fyrsta Body Balancinn sem var kenndur hér fyrir 8 árum á laugardag. Hún ætlar að endurtaka leikinn á þriðjudaginn, skemmtileg lög og góðar æfingar.