Fréttir

Frítt fyrir erlenda skiptinema

Það hefur verið frítt hér fyrir skiptinema á vegun AFS í 5 ár. Við höfum einnig verið liðleg við aðra skiptinema eins og úr háskólanum og á vegum Rotary og gefið þeim líka frían aðgang.

Þrekmeistarinn 9. maí

Nú fer að líða að þrekmeistaranum og eflaust nokkir að spá í að vera með. Það er erfitt að vera með í einstaklingskeppninni en flestir geta tekið þátt í liðakeppninni.

Hlaup á færibandi

Það verður kosningahlaup á morgun, hálft maraþon sem verður ræst frá Átaki og hlaupið inní fjörð og tilbaka. 1.maí hlaupið er svo á sínum stað, með alla sína aldursflokka og 3 og 10km. Svo verður Akureyrarhlaupið fellt inní landsmótið

Sumartónlist með Eurovision ívafi í þemaspinning

Abba ætlar að skemmta ykkur á föstudaginn með gleðilegri sumartónlist og nokkrum Eurovision slögurum því nú fer að styttast í hátíðina miklu. Nú mæta allir í sumarskapi og brosa á móti sólinni.

Lokað á sumardaginn fyrsta

Það verður lokað hér á sumardaginn fyrsta, síðasti frídagurinn í bili, fyrsti maí er innan seilingar. Nú fara allir út að ganga, hjóla eða hlaupa því veðurspáin er fín.

Body Balance kl 19:00 á þriðjudögum

Við ætlum að færa Body Balance tímann á þriðjudögum fram um hálftíma. Salurinn er laus 18:30 og því óþarfi að bíða til 19:30. Þannig að tíminn verður kl 19:00 næsta þriðjudag.

Góð helgi!

Það var eins og vanalega frábær mæting hér um páskana. Fólk er duglegt að æfa og þá sérstaklega á Skírdag. Góð mæting var í Body Jam hjá stelpunum og stemmingin geggjuð.

Frábært á fjallinu

17 manns mættu í gönguna á Rima á sunnudag. Veðrið var æðislegt og færið gott. Fjallið er frekar bratt á köflum og þurfti hópurinn að nota mannbrodda og ísexir en allt gekk vel undir stjórn Halla.

\\

Gísli Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari hefur æft stíft undanfarið og er komin í fantaform. Hann á uppáhaldsstuttbuxur, rauðar og stórar og fékk áskorun um að leggja þeim og mæta í thights.

Skemmtilegt Body Jam á laugardag

Eva, Gerður og Abba ætla að kenna uppáhaldsdansana sína úr Body Jamminu næsta laugardag 11. apríl kl 13:00. Eitthvað gamalt sem engin man eftir, skemmtileg lög og frábærar rútínur. Tíminn gæti orðið lengri