Fréttir

Blesspartý fyrir Anný og Tryggva

Starfsfólk Bjargs fór á Friðrik V í gær og þar borðuðum við glæsilega kveðjumáltíð með Tryggva og Anný en þau eru að flytja suður

Nonni fertugur!

Jón Ragnarsson varð fertugur á miðvikudaginn. Hann mætti á Bjarg kl 06:00 eins og vanalega en þá var einhver búin að leggja í stæðið hans. Skápurinn hans var upptekinn, einhver var komin á skíðavélina hans og svo tók hann hopp með lóð rak það í höfuðið Til hamingju með afmælið, vonandi var dagurinn góður.

Bolir og peysur

Það kom slatti af nýum bolum og renndum peysum með og án hettu um daginn. Í dag komu svo hlýrabolir kvenna í skærgrænu og appelsínugulu, svaka flottir fyrir sumarið. Þetta eru gæðavörur á góðu verði.

Þrekmeistarinn um helgina

Það verða tvö lið frá okkur að keppa í þrekmeistaranum um helgina, karla og kvenna. Tryggvi og Binni hafa haldið utanum þetta og Anný. Einhverjir einstaklingar verða líka með.

Fjallganga 10. maí á Strýtu

Nú er komið að þriðju æfingagöngunni í snjó. Stefnt er á Strýtu sunnudaginn 10. maí. Þetta er opin ferð fyrir alla sem æfa á Bjargi og þeirra vini. Lesið vel leiðbeiningarnar í auglýsingunni hér til hægri undir fjallgöngur 2009. Það þarf ekki að skrá sig, bara mæta við Skíðastaði kl 08:00.

Námskeið í sumar!

Það verða 6 Gravitynámskeið í gangi í sumar: KL 06:15, 09:30 FRÍ BARNAGÆSLA, 12:10, 16:30 FRÍ BARNAGÆSLA, 17:30 barnshafandi konur, 18:30 vefjagigt. Óli og Abba verða með 4 vikna hlaupanámskeið sem byrjar eftir rúma viku, 12. maí. Þetta er hugsað fyrir byrjendur og er frítt fyrir korthafa á Bjargi en kostar 6000kr fyrir aðra og er sturtuaðstaða og pottar og gufuböð innifalin í verði.

sumartaflan

Það er komin tillaga að tímatöflu sumarsins og nýtt þar inni er Body Combat og opinn Bjargboltatími. 39 tímar verða í boði til að byrja með og það þarf að skrá sig í opnu Gravitytímana. Ef einhverjir tímar ganga ekki upp verða þeir að sjálfsögðu felldir út úr töflunni.

ÍAK einkaþjálfaranám á Bjargi

Já, nú er hægt að taka einkaþjálfaranámið hjá Keili hér á Bjargi. Bóklegi hlutinn er að hluta til í fjarnámi en staðbundnar lotur eru eina helgi í mánuði hér á Bjargi. Davíð Kristinsson sér um verklega hlutann

Steggir og gæsir

Það er vinsælt að koma hingað með steggi eða gæsir í Body Jam. Það kom einn í gær og dansaði eða vaggaði eins og öndi með Evu og hinum stelpunum.

Allir á æfingu á kosningadaginn!

Það mættu um 35 manns í Ólatímann í morgun. Hann mun verða út maí og lengur ef fólk heldur áfram að mæta svona vel. Kosningadagur er í dag og allir fara á kjörstað og kjósa vonandi samkvæmt sannfæringu, ekki vana.