03.07.2006
Máni skellti sér út í góða veðrið með pallatímann á laugardagsmorgninum. Frábært að æfa úti og veðrið var geggjað. Munið eftir tímanum hjá Mána á þriðjudag klukkan 17:30,
29.06.2006
Það verður gleðitími á laugardag 1.júlí kl 10:00. Máni Þorfinnsson kennari í Hreyfingu (áður Sporthúsið), ætlar að kenna skemmtilega pallarútínu og kannski verða tveir með sama pallinn eða eitthvað svoleiðis sniðugt.
26.06.2006
Formleg opnunarhátíð útisvæðis verður föstudaginn 30.júní milli klukkan 16 og 18. Allir eru velkomnir og það verða að sjálfsögðu skemmtiatriði og ræður.
22.06.2006
Það eru margir að spyrja hvað eigi að vera í litla húsinu á útisvæðinu. Þetta á að vera gufubað, nánar tiltekið eimgufubað. Ef þið skoðið myndina vel að þá þekkja sumir glerið sem komið er í hliðarnar.
19.06.2006
Bætt stígakerfi á Akureyri
Útivistarstíga og vistvænar samgöngur í forgang
19.06.2006
Við frestum líklega formlegri vígslu útisvæðis um viku. Veðurspáin er slæm og okkur liggur ekkert á, fylgist með það verður rosa partý og gaman föstudaginn 30. júní.
07.06.2006
Óli ætlar að vera með tíma kl 09:00 laugardaginn 10. júní, eitthvað erfitt og skemmtilegt.
07.06.2006
Það voru bara 9 Síðubitar sem kláruðu síðasta 8 vikna námskeið af rúmlega 20 sem byrjuðu. En þessir 9 fá að æfa frítt næstu 8 vikur gegn því að gera samning við Öbbu. Þar setur hún fram ákveðnar kröfur um kíló og mætingu.
01.06.2006
Það verður Ólatími og Body Balance á laugardaginn og lokuðu Gravitytímarnir (eflaust hægt að smygla sér inn í þá, einhverjir í burtu vegna Hvítasunnu). Body Jam tíminn fellur niður. Biðjumst afsökunar á hvað margir Jam tímar hafa fallið niður. Abba fór í speglun á hné og er að reyna að vera stillt og skemma ekki það sem var gert.
30.05.2006
Við ætlum á Herðubreið í sumar og tvær ferðir á Súlur. Hjólahópurinn verður með þríþraut helgina eftir verslunarmannahelgi og byrja að synda á Laugum, hjóla og hlaupa og enda á Húsavík.