19.06.2006
Bætt stígakerfi á Akureyri
Útivistarstíga og vistvænar samgöngur í forgang
Bætt stígakerfi á Akureyri
Útivistarstíga og vistvænar samgöngur í forgang
Mikill skortur er á stígum á Akureyri, hvort sem er til útivistar eða sem
samgönguæðar fyrir hjólandi og gangandi vegafarendur. Sem dæmi má nefna að
ekki liggja stígar að helstu útivistarsvæðum bæjarins, eins og að
Kjarnaskógi og gömlu brúnum eða Krossanesborgum. Þá er stígakerfið á
Akureyri tilviljunarkennt og virðist sem skipulag bæjarins miði að því að
einkabíllinn hafi forgang.
Það er mikilvægt að bæjarbúum sé gert kleift að ferðast um bæinn eftir
öruggum stígum og öflugt og gott stígakerfi ætti að vera forgangsverkefni
hjá Akureyrarbæ.
Við hvetjum Akureyringa til að fjölmenna fyrir utan útvarpshúsið kl 18:00
þriðjudaginn 20. júní og ganga, hjóla, eða renna sér á línuskautum suður
eftir Drottningarbrautinni. Með þessu framtaki viljum við vekja athygli á
því hversu bágborið stígakerfið er og hvetja bæjarstjórn til að gera
stórátak í þessum málum.
Mætum öll!
Áhugahópur um bætt stígakerfi
Arnar Valsteinsson
Brynhildur Pétursdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Oddrún Magnúsdóttir
Guðmundur Sigurðarson
Kristín Rós Óladóttir