15.10.2006
Sigyn er byrjuð! Það var flott mæting í fyrsta freestyle tímann hjá Sigyn á föstudaginn kl 17:00.
11.10.2006
Hlaupahópurinn sem myndaðist í kringum hlaupanámskeiðið í ágúst hefur haldið sér þokkalega. Mætingar eru nú í vetur kl 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum við Bjarg og klukkan 09:00 á sunnudögum við Sundlaug Akureyrar.
11.10.2006
Aðalheiður Eysteindóttir listakona hefur verið fastakúnni hér á Bjargi frá því Abba byrjaði að kenna konutímana hinu megin, í kringum 1995. Hún lofaði okkur listaverki fyrir einhverjum árum, bara þegar andinn kæmi yfir hana.
09.10.2006
Ein öðruvísi gleðifrétt. Guðfinna Tryggvadóttir, sem var að kenna hér fyrir nokkrum árum, gifti sig laugardaginn 7. október.
09.10.2006
Um næstu helgi verðum við með kynningu á stöðinni á Glerártorgi. 19.-20. og 21. október koma Þorbjörg og Umahro hingað og verða með námskeið í Grunnreglunum 10 sem er fræðslu- og matreiðslunámskeið.
09.10.2006
Frábær mæting var á fyrirlestrana hjá Fríðu Rún í gær. Tæplega 200 manns mættu og fræddust um mataræði íþróttafólks. Ef þið eruð með einhverjar persónulegar spurningar til Fríðu þá er netfangið hennar fridaruner@hotmail.com.
06.10.2006
Við höfum fengið frábær viðbrögð við fyrirlestrunum sem verða á sunnudag. Sum félög borga fyrir sitt fólk og aðrir eru með skyldumætingu. Þetta verður áhugavert og er öllum opið. Sjá nánar undir myndinni af Fríðu í hægri stikunni.
06.10.2006
Það var Les Mills veisla hér í gær og frábær mæting í alla tíma. Frumflutningur var á þremur kerfum: Body Step, Body Pump og Body Balance.
02.10.2006
Fjórir kennarar voru í Reykjavík um helgina á Fusion Festivalinu hennar Unnar Pálmadóttur. Það er nauðsynlegt að hlaða batteríin reglulega og þarna voru frábærir kennarar með skemmtilega tíma í hinu og þessu.
19.09.2006
Það er flottur hópur í Vo2max námskeiðinu, getum bara kallað þetta súrefnis hópinn. Þau voru úti með Óla í gær og fóru víst ansi margar ferðir í tröppunum við dæluhúsið í Glerárstíflu.