16.08.2006
Abba, Óli og Þóra fóru á Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum í Gautaborg í síðustu viku. Eflaust hafa einhverjir fengið að heyra það að Abba á heimsfrægan þjálfara fyrir bróður.
15.08.2006
Dansarinn Ástrós Gunnarsdóttir verður gestakennari hjá okkur í september. Hún verður með þriggja vikna morgunnámskeið í Pilates á dýnu.
05.08.2006
Það eru komin drög að töflu haustsins, sjá stikuna hægra megin. Við viljum endilega fá viðbrögð við henni og sendið þau á bjarg@bjarg.is, eða skrifið á blöð sem liggja frammi á Bjargi. Þetta er stór og mikil tafla og slatti af nýungum.
05.08.2006
Hádegishópurinn og konutíminn hafa farið út undanfarna daga og fengið geggjað veður.
31.07.2006
Það spáir hitabylgju um verslunarmannahelgina og þá koma enn færri inn að æfa. Við ætlum því að hafa lokað, laugardag, sunnudag og mánudag.
31.07.2006
Kempurnar sem fóru á Herðubreið á laugardaginn fengu að upplifa einstakan dag sem gleymist seint. Sumir voru að fara á sitt fyrsta fjall og þá er Herðubreið ekki það auðveldasta en allir komust frá þessu með sóma. Veðrið var einstakt, logn og hiti.
25.07.2006
Það mættu 7 manns í Súlugönguna með Öbbu á laugardag. Hún hefði viljað sjá fleiri, en eflaust voru allir einhverstaðar í sumarfríi. Veðrið var geggjað, logn og sól og líka á toppnum sem er sjaldgæft.
20.07.2006
Eftir verslunarmannahelgi verður boðið uppá 5 vikna hlaupanámskeið, loksins, loksins. Það verður hlaupið frá Bjargi 3x í viku, mánudögum og fimmtudögum kl 17:30 og laugardögum kl 10:00.
05.07.2006
Það var rosa stemming og gaman hjá Mána í aerobictímanum í gær. Rúmlega 20 stelpur mættu og hann kenndi 3 rútínur sem voru svo sameinaðar í lokin. Takk Máni fyrir geggjaðan tíma.
03.07.2006
Máni skellti sér út í góða veðrið með pallatímann á laugardagsmorgninum. Frábært að æfa úti og veðrið var geggjað. Munið eftir tímanum hjá Mána á þriðjudag klukkan 17:30,