20.02.2006
Loftur Leifsson grafískur hönnuður hjá Skaparanum í Reykjavík og frændi Óla kom loksins í heimsókn og tók 3 góða æfingadaga hér á Bjargi. Loftur á heiðurinn að lógóinu nýja sem var tekið í notkun í október 2004 þegar við stækkuðum.
18.02.2006
Við höfum gert samstarfssamninga við tvær líkamsræktarstöðvar í Reykjavík. Önnur er Veggsport Stórhöfða 17, www.veggsport.is og hin er Árbæjarþrek við Árbæjarsundlaugina, www.threk.is.
14.02.2006
Við ákváðum að verðlauna viðskiptavin númer 1900(virk kort, þ.e. tala þeirra sem eiga gild kort) og hann kom í dag um kl 17 og ætlaði að kaupa 6 mánaða kort og fékk það að sjálfsögðu frítt og Bjarg bol og brúsa líka. Sú heppna heitir Hólmfríður Ingvarsdóttir.
08.02.2006
Við ætlum að bjóða starfsfólkinu uppá skyndihjálparnámskeið á laugardag. Munið eftir starfsmannafundinum á undan.
05.02.2006
Það var stemming í tímanum hjá Ólöfu, sem kennir í Hress, núna á föstudaginn. Hún skellti Body Attack tíma á liðið og voru allir vel sveittir. Þökkum henni kærlega fyrir komuna.
05.02.2006
Það urðu þónokkrar umræður að loknum fyrirlestri Þórhöllu um breyttan lífsstíl og hollt mataræði. Hún sagði okkur sannleikann og það er alltaf erfitt að horfast í augu við hann. Auðvitað vita allir hvað þarf að gera en að framkvæma og standa sig er erfiðara.
02.02.2006
Næstu Gravitynámskeið byrja mánudaginn 13. febrúar. Það er pláss fyrir 10 manns á hverju námskeiði og bjóðum við uppá 3 fasta tíma í viku í Gravity en frjálsan aðgang að tækjasal og öðrum tímum.
01.02.2006
1. febrúar er í dag og þá kostar ekkert í barnagæsluna frá og með deginum í dag. Notfærið ykkur þessa þjónustu og munið að það er miðað við hámark 90 mínútur á barn.
01.02.2006
Það endaði með því að rúmlega 200 manns skráðu sig í áskorunina. Hægt var að skrá sig út janúar og 14 manns skráðu sig á síðasta degi.
30.01.2006
Laugardaginn 4 febrúar verður fyrirlestur um rétt mataræði fyrir alla lífsstílshópana, unglingar og karlar líka. Þið sem eruð á Gravity námskeiði getið líka komið.