Fréttir

Hvítasunnan

Það er lokað hjá okkur á Hvítasunnudag en tækjasalur er opinn á annan í Hvítasunnu frá kl. 10 til 14.  Allir tímar falla niður þessa tvo daga.

Breytingar á tímatöflu

Sumir tímar sem eru illa sóttir detta út eftir þessa viku.  Síðasti Hot yoga tíminn kl. 9:15 á miðvikudögum verður á morgun.  Þá verður einn Body Balance tiími til viðbótar kl. 10:30 á laugardögum, en miðvikudagstíminn kl. 17:00 verður afram í sumar.  Spinningtíminn kl. 8:15 á mánudögum er troðfullur en hinn sem er kl. 17:30 er illa sóttur og því í hættu.  Við vonum að rætist úr mætingu í súperkeyrslutímannn á miðvikudögum kl. 17:30.

Gravity/Bolti

Þriggja vikna námskeið byrjar 11. júní og endar 30. júní.  Tímar þrisvar í viku kl. 16:30.  Heitur þrektími á mánudögum, Gravity á miðvikudögum og föstudögum.  Möguleiki á aukatímum hina dagana eða kennslu í tækjasal. Gravity eru styrktartímar í sérhönnuðum bekkjum þar sem unnið er með eigin þunga.  Tímarnir henta öllum, fólki í toppformi og byrjendum því hver og einn styllir álagið við hæfi.  Þrektíminn á mánudögum er í Hot yoga salnum, verulega vaxtamótandi og skemmtilegir tímar.  Abba og Óli sjá um kennsluna.

Lokað á uppstigningardag

Það verður lokað á Bjargi fimmtudaginn 29. maí.

Body Pump í dag

Vekjum athygli á því að Body Pumpið er komið yfir á þriðjudagana og er kl. 17:30.  Erum með flotta tímaröð kl. 17:30: spinning, Body Pump, súperkeyrslu, Hot yoga og spinning/þrek. Tvisvar í viku er svo útitími hjá Óla kl. 17:15.  Vonumst til að sjá sem flesta í þessum tímum, enn er hægt að prófa allt sem þið viljið út maímánuð.

Fluttum tímana út í dag

Hádegisþrekið og Zumban voru úti í dag.  Opnuðum tækjasalinn og settum hjól og róðrarvélar út.

Spinning á föstudegi

Síðasti föstudagsspinningtíminn er á morgun.  Opinn fyrir alla sem vilja prufa, sviti, puð og stuð á föstudegi.  Tíminn er kl. 17:15.

Frítt í Zumbu í júní og júlí.

Við erum í sumarskapi og það er fátt skemmtilegara en að dansa á sumrin.  Arna Benný er frábær danskennari og ekki verra að hún er íþróttafræðingur.  Hún geislar af dansgleði og Zumbadansarnir eru skemmtilegir við enn skemmtilegri tónlist.  Allr geta því notfært sér að dansa á Bjargi í sumar og ef veðrið er gott þá færum við dansinn út á pallinn.  Tímarnir eru á mánudögum kl. 16:30. 

Framlengjum tilboðið um 3 daga.

Við framlengjum tilboðið á þrekkortinu til 3. júní.  Árskort á 86.000 kr. og þrír mánuðir í kaupbæti.

Sumaropnun

Sumartaflan tekur við 26. maí með fjölbreyttum og skemmtilegum tímum. Þá breytist opnunartíminn líka.  Á mánudögum og miðvikudögum verður opið frá 6 til 21.  Á þriðjudögum og fimmtudögum frá 6 til 23, 6 til 19 á föstudögum, 9 til 16 á laugardögum og 10 til 14 á sunnudögum.  Ef notkunin á kvöldin verður léleg þá styttum við opnunartímann.  Einnig ef einhverjir tímar eru illa sóttir þá leggjum við þá niður.