11.09.2014
Abba frumflutti nýjan Body Balance í gær. Öflugar og spennandi stöður, skemmtilegt Tai Chi og flott tónlist. Við kennum í nýja
Hot yoga salnum þannig að það er alltaf volgt inni. Ef aðsóknin verður mikil færum við tímana uppá efri hæðina í
stóran sal. Body Balance er fyrir alla sem vilja liðkast, róa hugann, bæta jafnvægið og flæðið í líkamanum.
11.09.2014
Við höfum sjaldan fengið eins marga í tíma í opnu vikunni og núna. Fólk er duglegt að prufa alla tíma og það hefur verið
troðið í Hot yoga, spinning, Body Pump, heitu rúllutímana og Zumbu t.d. Í dag er hægt að fara í þrektíma kl. 16:30, Hot yoga
kl. 17:15, heitan rúllutíma eða spinning kl. 18:30.
Það var flott mæting í heita þrektímann í morgun kl. 6:10 svo hann er komin til að vera. Næst verður Hot yoga, alltaf til skiptis.
Nýir kennarar eru að stíga sín fyrstu spor með glans og gamlir hafa engu gleymt.
08.09.2014
Við vígðum nýja Hot yoga salinn í gær. Hitinn er mýkri, rakinn meiri og hávaðinn í nýju ofnunum miklu minni þannig
að kennarinn getur sleppt microfóninum. Það komast rúmlega 20 manns inn og við læsum hurðinni þegar fullt er orðið í salnum.
Góður hljómur er í salnum, speglar alla leið niður í gólf sem er nýtt og óbrotið. Hvetjum alla til að mæta
tímanlega í heitu tímana en það verða t.d. tveir opnir þrektímar á morgun. Ekki er æskilegt að fara inn með skó,
töskur eða yfirhafnir, notið búningsherbergin.
04.09.2014
Frá og með 8. september lengist opnunartíminn. Það verður þá opið frá 6 til 23 mánudaga, þriðjudaga, miðvikdaga og
fimmtudaga. 6 til 21 á föstudögum, 9 til 16 á laugardögum og 10 til 16 á sunnudögum.
03.09.2014
Við þurfum að færa Body Balance aftur um korter í dag vegna Dekurnámskeiðsins sem er að byrja. Tíminn verður framvegis kl. 17:15 á
miðvikudögum.
01.09.2014
Opið er í heitu rúllutímana hjá Guðríði og Andreu þessa og næstu viku (1.-12. sept.)
Mánudaga kl. 9:05 og kl. 20:00
Miðvikudaga kl. 12:00
Fimmtudaga kl. 18:30
Góðir tímar fyrir alla, endilega nýtið ykkur opnu vikurnar og prófið frítt.
01.09.2014
Arna Benný kennir Zumbuna í dag. Í næstu viku koma svo inn tveir nýir tímar, fimmtudagstíminn kl. 16:30 sem Arna kennir og svo setjum við inn
laugardagstíma kl. 13 í rúman mánuð til að byrja með sem Þórunn Kristín kennir. Zumbaáskorun Bjargs fer af stað eftir opnu
vikuna og stendur frá 15. sept. til 15. október. Hægt er að kaupa aðgang í þessa áskorun fyrir aðeins 7.100 kr. sem er
mánaðargjaldið ef þú kaupir árskort. Allt er innifalið, aðrir opnir tímar og tækjasalur.
31.08.2014
Tryggvi ætlar að kenna Súperkeyrsluna á miðvikudaginn og spinningtímann vinsæla kl. 6:10 á föstudaginn. Hvetjum alla til að koma og
upplifa þrektíma eins og þeir gerast bestir og spinning hjá Tryggva er upplifun. Góð tónlist, hvatning og stuð.
28.08.2014
Við erum með reynslumikla og góða kennara ásamt nokkrum nýjum sem munu kenna hóptímana í vetur:
Óli kennir morgunþrek, hádegisþrek, súprkeyrslu, spinning og á námskeiðum. Tryggvi kennir spinning og súperkeyrslu. Hólmfríður kennir á lífsstílsnámskeiði, Hot yoga, Body Balance og þrek. Adda Þóra og Rannveig Sigurðardóttir (nýr kennari) kenna heitu
þrektímana með Öbbu. Arna Benný kennir Zumbu, spinning og þrektíma. Jonni kennir spinning og þrektíma. Anna kennir Body Pump, Gravity, spinning,
þrektíma og á námskeiðum. Þóra kennir Gravity/bolta, Bryndís kennir Hot yoga, Andrea og Guðríður kenna þrek, heita rúllutíma og á námskeiðum. Tóta kennir þrektíma, Gravity og á námskeiðum. Þórunn
Kristín (nýr kennari) kennir Zumbu, Ósk Jórunn sér um leikfimi fyrir 60 ára og eldri,
Abba kennir Hot yoga, Body Balance, heita þrektíma, Gravity/bolta, þrektíma og á námskeiðum. 16
einstaklingar sem leggja sig fram fyrir þig.
27.08.2014
Við ætlum að setja allt á fullt 8. september. Þá kemur inn ný tímatafla og salrinir 3 verða tilbúnir. Hot yoga og allir heitu
tímarnir flytjast í nýjan sal á jarðhæðinni. Sá salur verður opinn allan daginn fyrir þá sem vilja teygja og slaka í
volgum sal. Stóri salurinn fær rennihurð og þá verður stundum hægt að skipta honum í tvennt.
Opnunartíminn breytist líka 8. september.