Fréttir

Skemmtileg helgi!

Tryggvi er með Bjargþrekið í fyrramálið og hann lætur fólkið örugglega taka vel á því.  Abba er með Body Balance, alltaf jafnvinsæll tími, öflug blanda af yoga og Pilates við æðislega tónlist.  Anna lætur  alla í FIMM/TVEIR hópinum örugglega finna fyrir því á þrekæfingu á meðan Abba verður með meistaraflokkinn í handbolta í Hot yoga. Opinn Hot yoga tími verður svo á sunnudaginn, 60 mínútna tími kl. 11, Abba kennir. Óli er nýbúin að þrífa útigufuna, eimgufa af bestu gerð. Sigrún býr síðan til bestu smothie drykkina.

Heitur þrektími

Núna eru 3 heitir þrektímar vikulega og einn volgur.  Annan hvern miðvikudagsmorgun kl. 8:15 er heitur þrektími hjá Öbbu og sá fyrsti er á morgun.  Opinn tími fyrir alla sem eru með þrekkort og aðra sem vilja prufa frábæra og öðruvísi tíma.  Einn tíminn er á mánudögum kl. 17:30, annar á þriðjudögum kl. 16:30 og volgi tíminn er á fimmtudögum kl. 16:30.  Þetta eru vaxtamótandi, styrkjandi og liðkandi tímar.

Dekurnámskeið

5 vikna námskeið fyrir þær sem vilja æfa til 23. júní og eru svo á leið í frí. Aðeins 12.000 kr.  3 tímar vikulega kl. 16:30, Zumba á mánudögum, heitt þrek á þriðjudögum og volgt þrek með góðum teygjum á fimmtudögum.  Innifalið er frjáls mæting í tækjasal og alla tíma. Arna Benný kennir Zumbu og Abba sér um heitu tímana.  Byrjum 19. maí.  

Zumba

Arna Benný er upptekin vegna boltans á mánudag og við ætlum því að færa tímann yfir á fimmtudaginn.  Þannig að það verður ekki Zumba á morgun, heldur fimmtudag í þessari viku.

Frjálst að prufa til 26. maí.

Við erum með opið fyrir alla 14 ára og eldri sem vilja prufa tíma núna í maí.  Bjóðum ykkur velkomin í t.d. Hot yoga, spinning, þrektíma, heita þrektíma, útitíma og fleira.

Pollapönksþema á laugardag

Við hvetjum alla sem mæta í ræktina á laugardaginn að mæta í skærum Pollapönkslitum og vera fordómalaus allan daginn.  Fimm/tveir hópurinn æfir kl. 11:30 og ætla að vera í skæru litunum.  Hvernig er með Body Balance konurnar og Bjargþrekshópinn?  Áskorun um að gera það sama og líka þau sem mæta í salinn.

Breyting á tímatöflu

Við erum að klára nokkur námskeið í næstu viku.  Næsta fimmtudag verður volgur þrektími kl. 16:30 og síðasti Hot yoga tíminn á fimmtudegi í bili.  Hot yoga tíminn á sunnudegi færist aftur um hálftíma og verður kl. 11 í sumar. Eftir 9. maí fellur spinningtíminn á þriðjudögum niður, heiti þrektíminn á þriðjudagsmorgnum færist yfir á miðvikudaga og verður til skiptis á móti venjulegum þrektíma.  Hot yogatíminn á þriðjudagsmorgnum færist yfir á miðvikudaga.

Sumarnámskeið hjá Óla.

Já, Óli ætlar að vera með námskeið í maí og fram í júní.  Skokk og æfingar, oftast úti, en möguleiki á innitíma ef veðrið er leiðinlegt.  Hann verður á pallinum á Bjargi en ferðast líka um bæinn með hópinn.  Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og þeir eru opnir fyrir þrekkortshafa.  6 vikna námskeið kostar 15.000 kr.  Byrjum 12. maí.

Tvennskonar kort í gangi frá 1. maí.

Við ætlum að halda áfram með ódýru tækjasalskortin þar sem Bjargþrekið á laugardagsmorgnum fylgir með.  Árskort á 49.000kr. Hinn kosturinn er Þrekkortið.  Það veitir aðgang að tækjasal og öllum tímum nema einstaka lokuðum námskeiðum.  Hot yoga og Body Balance fylgja þrekkortinu frá 1. maí.  Þannig að nú geta allir sem eiga þrekkort mætt í Hot yoga og fleiri skemmtilega tíma.  Næsta vetur verða þessir tveir möguleikar áfram. Það verður samt hægt að kaupa 10 tíma kort í Hot yoga áfram.

1. maí

Það verður lokað 1. maí á Bjargi.  Hvetjum alla til að koma í 1. maí hlaup UFA við Þórsvöllinn kl. 12.  5 km hlaup fyrir almenning, 400m hlaup fyrir leikskólakrakka og skólahlaup og keppni milli skóla fyrir grunnskólanema.