Fréttir

DVD spinning

Óli ætlar að setja upp tjald og vera með dvd spinning á morgun kl 17:15.  Hann mun velja flott myndbönd við enn flottari tónlist og þá er hægt að sjá hver er hljómsveitin á bakvið lagið.  Opið fyrir alla sem vilja byrja helgina á skemmtilegan hátt.

Hot yoga áskorun í mars

Nú er tækifærið, áskorun í mars, 10 tímar vikulega og kostar aðeins 10.000 kr. mánuðurinn.  Núna ætla kennararnir að skipuleggja allan mánuðinn og ákveða hvað verður í hverjum tíma og senda á Þátttakendur.  Byrjendarímar verða í boði fyrstu tvær vikurnar, líka krefjandi power yoga og flæðandi vinyasa tímar í bland við okkar góðu Hot yoga tíma.  Einn tími fer í öndun og hugleyðslu, annar í þægilegar teygjur og langa slökun og einhverjir verða heppnir og fá happdrættisvinninga.  Skráning á bjarg@bjarg.is eða í afgreiðslunni á Bjargi.

Spinningnámskeið

Það er mjög einfalt og gott þegar maður byrjar að æfa að setjast á hjólið og hjóla.  Frábær þolþjálfun fyrir alla, slökun fyrir hugann eftir vinnu eða skóla og mikil brennsla fyrir þau sem vilja léttast.  5 vikna námskeið hefst 3. mars og kostar 12.000 kr.  Möguleiki á þremur spinningtímum og Bjargþrekið á laugardögum fylgir með. Vigtun og mælingar ásamt fræðslu fyrir þau sem það vilja.

5 vikna áskorun!

Við skoruðum á ykkur á nýju ári að léttast um 10% á 5, 10 eða 15 vikum.  Núna er vigtun í gnagi þessa viku sem létu vigta sig 6.-13. janúar.  Einn er allavega kominn með 10% léttingu á 5 vikum, rúmlega 11 kíló og geri aðrir betur.  Hann vann sér inn 6 mánaða þrekkort sem má nota þegar hentar.

10 tíma kort

Hægt er að kaupa 10 tíma kort í flesta tíma á Bjargi.  T.d. eru 10 tíma kortin í Hot yoga mjög vinsæl og kosta bara 10.000 kr.  Möguleiki er að kaupa 10 tíma í Body Balamce pg Zumbu.  Tryggvi er líka með 10 tíma kort í sína tíma. 10 tíma kortin er góð til að prufa hina og þessa tíma áður er fólk ákveður að kaupa t.d. þrekkort heilt ár.

Hrönn æfir á Bjargi

Einn þáttakenda í Biggest Loser Ísland æfir hjá okkur á Bjargi.  Hrönn Harðardóttir mætir daglega og æfir vel undir handleiðslu Óla í tækjasalnum og svo mætir hún líka í ýmsa tíma og hefur þjálfunina fjölbreytta.  Úrslitin ráðast ekki fyrr en í apríl þannig að við höldum með okkar konu.  Áfram Hrönn!!!

Þrekkort

Þau sem vilja æfa t.d.kl. 16:30 geta fengið mjög fjölbreytta og skemmtik-lega tíma.  Zumbu á mánudögum og fimmtudögum, spinning á þriðjudögum og þrektíma á miðvikudögum.  Fyrir þau sem komast ekki svona snemma er heita þrekið kl 17:30 á mánudögum, Body Pump 18:30 á miðvikudögum og spinning 17:15 á föstudögum.  Morgunhanar geta komið í þrektíma tvisvar í viku kl. 6:15 og 8:15.  Spinning og heitt þrek er líka í boði kl. 8:15.  Frábært úrval og góðir, reynslumiklir kennarar.

Hot yoga á morgnana!

Abba vill gjarnan sjá fleiri í Hot yoga á morgnana kl. 9:15.  Upplagt fyrir vaktavinnufólk að mæta þarna.  Það er hægt að kaupa 10 tíma kort í hot yoga og mæta bar einu sinni í viku t.d.

Zumbagleði

Núna eru búnir tveir tímar í zumbunni og dansinn dunaði, ljósin blikkuðu, skvísurnar svitnuðu og gleðin var allsráðandi.  Ef einhver náði ekki fríum kynningartíma er allt í lagi að koma á fimmtudaginn og prufa frítt. Salurinn er risastór og tekur hæglega 60 dansara.

Zumba á morgun.

Gaman, gaman, Zumban er að byrja á morgun kl 16:30.  Opinn tími fyrir alla sem vilja prufa og líka næsta mánudag.