26.07.2012
Nú eru margir í sumarleyfi og á faraldsfæti og því fækkar í tímunum. Zumban er búin að vera 3x í viku í
sumar og ótrúlega flott mæting. En við ætlum að taka frí í kringum versló og því verður síðasti
Zumbatíminn fyrir frí næsta laugardag. Eva byrjar svo aftur að dansa mánudaginn 13. ágúst.
25.07.2012
Barnagæslan seinni partinn er lítið sem ekkert notuð og ætlum við því að setja hana í frí fram í lok ágúst.
Hún hefur verið á mánudögum og fimmtudögum frá 16:30-18:30. Gæsluherbergið er opið fyrir 5 ára og eldri og þau eldri geta
komið með yngri systkin og passað þau á staðnum. Morgungæslan heldur áfram.
24.07.2012
Það eru tveir Gravity tímar á miðvikudögum, annar kl 6:10 og hinn 16:30. Gravity er styrktartími í sérhönnuðum bekkjum og allir
stylla álagið sjálfir, miðað við þyngd og getu. Munið að skrá ykkur tímanlega, 12 komast að í tímunum.
20.07.2012
Það verður skemmtilegt mót í frjálsum á Þórsvellinum um helgina. Keppt verður í nokkrum greinum í öllum
aldursflokkum. Hluti af besta frjálsíþróttafólki landsins mætir og þar á meðal okkar kona, Hafdís
Sigurðardóttir. Hún varð þrefaldur Ílslandsmeistari um síðustu helgi og er besti spretthlaupari landsins í dag og einnig
langstökkvari. Kolbeinn Höður stefnir hratt uppávið og er stutt á eftir þeim bestu í 100-400m hlaupum. Hvetjum alla til að koma og horfa
á okkar bestu frjálsíþróttamenn keppa, mótið hefst kl 12:00 á laugardag.
16.07.2012
Nú er sumarleyfistíminn að ná hámarki og því falla þrír tímar niður í þessari viku:
Zumba mánudaginn 16. júlí
Body Balance miðvikudaginn 18. júlí
Zumba fimmtudaginn 19. júlí
09.07.2012
Sonja, Óli og Rannveig eru farin í frí frá hlaupatímanum en við hvetjum alla til að mæta og hlaupa saman.
03.07.2012
Sigþór Árnason , kennari í Hress í Hafnarfirði, verður með spinningtímann á fimmtudaginn kl 17:15. Hress er ein af okkar
samstarfsstöðvum á landinu og gilda kortin þeirra hjá okkur og öfugt.
01.07.2012
Óli er farinn í frí frá CrossFit tímanum á mánudagsmorgnum. Nýr Gravitytími er kominn inn kl 16:30 á miðvikudögum,
Abba og Hóffa kenna.
28.06.2012
Hvetjum alla til að taka þátt í Akureyrarhlaupinu 5. júlí. 10 km hlaupið er Íslandsmeistaramót í leiðinni og því
mikilvægt að þátttaka verði góð og umgjörðin flott. Kári Steinn er væntanlegur og stefnir á Íslandsmet sem er
frá 1983. Rannveig, Sonja, Sigga og allar hinar stelpurnar verða með og allir strákarnir. Það er aldursflokkakeppni, 15 ára og yngri í 5 og
10 km, 16-39 og 40 + í 5, 10 og 21 km. Skráið ykkur sem fyrst inná hlaup.is. Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og fullt af
útdráttarvinningum.
27.06.2012
Síðasti Body Fit tíminn í sumar verður á fimmtudag kl 8:15. Við ætlum að halda Hot Yoga tímanum á þriðjudagsmorgnum
eitthvað áfram, 2-3 tíma í viðbót. Abba, Bryndís og Hóffa eru að fara saman í gönguferð um miðjan júní og
þá verður enginn til að kenna. Annars er bærileg mæting í aðra tíma miðað við veður og árstíma.