21.08.2012
Við ætlum að halda áfram að sinna þeim sem eru í yfirþyngd og Gravity Extra er fyrir þann hóp. Gravity 2x í viku og
þoltími, inni eða úti einu sinni í viku. Aðahald og fræðsla fyrir þá sem vilja. Það er gott að hefja sína
líkamsrækt á Gravity námskeiði. Bekkurinn var hannaður í upphafi sem endurhæfingabekkur og er notaður sem slíkur og er
því ótrúlega góður fyrir alla, bakveika, hnéslæma og of þunga. Byrjum 11. september og tímarnir eru á eðaltím,
kl 16:30 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.
20.08.2012
Það var brúðkaupsveisla í stóra salnum um helgina. Ekki var hægt að sjá að þetta væri líkamsræktarsalur
þegar búið var að rusla öllum lóðum, dýnum, pöllum....út og setja inn borð og stóla.
17.08.2012
Hulda Elma og Guðrún eru miklar mömmur og afrekskonur í hlaupum, blaki og íshokký. Þær hafa verið með námskeið fyrir
nýbakaðar mæður undanfarin 3 ár og eru byrjaðar að undirbúa næsta námskeið sem byrjar 13. september. 6 vikur, tímar 3x í
viku, frí barnagæsla, fróðleikur um næringu og þjálfun eftir fæðingu og umfram allt frábær félagsskapur.
16.08.2012
Það verður brúðkaupsveisla í salnum okkar á laugardaginn og því fellur Zumban niður þann daginn, því miður.
16.08.2012
Fyrsta auglýsingin kom í gær og það er strax fullt á tvö námskeið, nýtt útlit kl 16:30 og Gravity kl 17:30.
13.08.2012
Eva er mætt úr sumarfríi og mun kenna í dag kl 16:30. Hinir tímarnir eru líka komnir inn kl 17:30 á fimmtudögum og 11 á
laugardögum. Mætum og dönsum með Evu!
10.08.2012
Opnunartíminn lengist 27. ágúst og þá fer barnagæslan á fullt. Ný tímatafla tekur við 3. september. Hún er full af
spennandi tímum og námskeiðum. Breytum ekki miklu frá því í fyrra nema að Óli ætlar að vera með spinning í 20-30
mín og CrossFit í 20 mín. tvisvar í viku kl 6:10. Þá verður Body Fit boltanámskeið í boði kl 6:10 og 6x6x6 námskeið
kl 6:10, já það verður nóg í boði fyrir morgunhanana fyrir utan spinningtímann hans Tryggva á föstudögum og CXWORX á
miðvikudögum.
07.08.2012
Það verður áfram frí barnagæsla næsta vetur. Þannig að fyrir rúmar 6000kr á mánuði er hægt að æfa eins
oft og hver vill, mæta í alla opna tíma eins og Hot Yoga, en það kosta sérstaklega í þá hjá sumum stöðvum fyrir sunnan.
Nota gæsluna fyrir börnin, kennslu í tækjasal, heita potta og gufuböð. Oft er fólk því að borga um 2-300kr fyrir skiptið með
allri þessari þjónustu.
31.07.2012
Olympíuleikar og verslunarmannahelgin, gaman að lifa! Á föstudaginn fellur 6:10 spinningtíminn niður en morgunþrek og hádegisþrekið eru
inni. Það verður síðan lokað laugardag, sunnudag og mánudag. Njótið lífsins og þess að vera í fríi.
26.07.2012
Við byrjum að skrá á námskeið eftir verslunarmannahelgina. Þau námskeið sem verður hægt að skrá sig á eru
Nýr lífsstíll sem byrjar 27. ágúst, Nýtt útlit sem byrjar 3. september og Gravity sem fer af stað 27. ágúst. Mömmu
CrossFit námskeiðið fer líka af stað í lok ágúst. Önnur námskeið byrja í september, eins og 6x6x6 fyrir konur og karla kl
6:10 á morgnana. Body Fit boltanámskeiðin byrja um miðjan september og verða tímar kl 6:10 og 16:15 í boði. Hot Yoga námskeið,
unglinganámskeið og grunnnámskeið í CrossFit verða einnig í boði svo og Gravity Extra fyrir þau sem eru í góðri yfirvigt.