Fréttir

Body Jam, partý og stuð

Það verða kynningartímar í Body Jam hér á föstudag kl. 16:30 og laugardaginn 28. maí kl. 13:00

Hjólað úti og inni

Það mættu 8 hjólreiðamenn og einn á línuskautana fyrsta útidaginn. Þriggja stiga hiti er ekki til að draga að, en þetta eru hraustmenni.

Starfskynning

Þrjár stelpur frá Þelamerkurskóla komu í starfskynningu í morgun. þær voru áhugasamar og duglegar að æfa. Takk fyrir komuna og þið eruð flottar í Bjargpeysunum.

Starfskynning

Þórir og Elva úr Dalvíkurskóla voru í starfskynningu hér í morgun. Þau skoðuðu og spurðu og tóku svo létta æfingu þar sem Abba kenndi þeim boltaæfingar og fleira.

Bjargfastir

Bjargfastir er hópur fólks sem hefur bundið sig hér í 3 ár og borgar 3000 kr á mánuði. Við drógum í happdrættinu fyrir stuttu og 3 heppnir úr þessum hóp fengu vinninga.

Tryggvi vann árskort

Karlapúlið kláraðist fimmtudaginn 12. maí. Tryggvi Haraldsson gerði sér lítið fyrir og vann öll verðlaunin nema bestu mætingu.

Sumardagskráin hefst 23. maí

Nú er síðasta vikan þar sem vetrardagskráin gildir. Það snjóaði aðeins áðan, en við búumst við sól og sumri á mánudag og skellum okkur út á línuskauta, að hlaupa eða hjóla.

Evrópusöngvakeppnin

Við ætlum ekki að reyna að vera með tíma á fimmtudagskvöldið þegar forkeppnin verður í Evrópusöngvakeppninni.

3 árskort í verðlaun

Lífsstílsnámskeiðunum tveimur lauk í gær. Það voru 3 konur sem náðu að létta sig um 10% af upphaflegri þyngd og fengu 6 mánaðakort hver.

Bolir og treyjur

Vorum að fá nýja boli, hettupeysur og langerma treyjur renndar. Góðar vörur og gott verð.