Fréttir

Hætt við Herðubreið

Því miður verðum við að aflýsa ferðinni á Herðubreið.

OPIN VIKA

5-11 september verður frítt í stöðina fyrir alla sem eru 14 ára og eldri.

Vinsælir spinningtímar

Spinningtímarnir seinni partinn eru svo vinsælir að við ætlum að bæta við tíma á fimmtudag kl. 17:30.

Rokkkvöld

Rokkkvöldin eru komin í gang á miðvikudagskvöldum. Þá hækkum við í græjunum og rokkið hljómar í tækjasalnum.

Rannveig önnur í mark

Reykjavíkurmaraþon var um síðustu helgi og var dágóður hópur frá Akureyri sem tók þátt.

Síðubitar

Sumir muna eflaust eftir Síðubitunum 6 sem fengu fría einkaþjálfun hér sl. haust og kepptu sín á milli. Núna ætlum við að gefa fleirum tækifæri.

Frábær dagur á Helju

25 manns fóru yfir Heljardalsheiðina í gær. Veðrið var ótrúlega gott, lítil sem engin þoka, fjallsýn, blanka logn og rigningarlaust.

Barnagæsla

Gæslan byrjar mánudaginn 22. ágúst. Það mun kosta núna að geyma börnin, 200kr á barn, systkini fá afslátt. Gæslan verður þrjá morgna til að byrja með frá 8-11, og frá 16-18:30 á mánudögum og fimmtudögum. Svo fer allt á fullt 5. september.

Þríþraut

Hjólahópurinn stóð fyrir þríþrautarkeppni laugardaginn 6. ágúst.

Öðruvísi námskeið !!!

Það er mikið spurt um námskeiðin, hvenær þau byrji og klukkan hvað þau verði o.s.frv. Lesið allt um þetta undir liðnum lífsstíll hér á síðunni. Hvað verður nýtt? Markmið eða verkefni sem kennarinn setur fyrir þátttakendur hálfs mánaðarlega. Þannig ætlum við að halda ykkur við efnið í 12 vikur og meta árangurinn upp á nýtt. Óvænt verðlaun og uppákomur allt námskeiðið. Síðubitar???