Fréttir

Opið 1.maí frá 10-13

Lokað sumardaginn fyrsta

Við minnum á að það er lokað hjá okkur sumardaginn fyrsta. Okkar tilmæli eru að njóta náttúrunnar og fjölskyldunnar þennan dag :)

Sterkur - hefst mán. 24.apríl - 5 vikur

Lyftinganámskeið sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Hægt að velja milli Sterkur 1 og 2 (grunnur og framhald) Skráning hafin

Gravity/bolti fellur niður í dag fimmtudag

Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur niður Gravity/bolti í dag fimmtudag. 

Rúllur og bolti úr tímatöflu

Tímarnir Rúllur og bolti sem hafa verið á þriðjudögum og fimmtudögum hafa verið teknir úr tímatöflu og verða því ekki frá og með þriðjudeginum 21.mars.

Karlajógað hefst á morgun - 3 dýnur lausar

Frábært tækifæri fyrir þá stráka sem vilja stíga sín fyrstu skref í jóga. Mjög góðar, mýkjandi æfingar ásamt slökun. 

Opnir tímar á sunnudaginn falla niður

Hjólaspinning og Hot Yoga falla niður á sunnudaginn vegna árshátíðar Bjargs. Bendum á tækjasalinn sem verður opinn á hefðbundnum tíma 10-14 :)

Karlajóga hefst 16.mars

Námskeiðið er fyrir alla karlmenn sem vilja stíga sín fyrstu skref í jóga. Á þessu námskeiði verður farið vel í grunnstöður, gerðar verða góðar og liðkandi, mjúkar sem kröftugar jógaæfingar og í lok hvers tíma er góð slökun

Skráning á námskeið í fullum gangi

Sterkur grunnur og framhald, Dekur 50+ , Lífsstíll , Frískar morgunnámskeið , Hraustar unglinganámskeið og 60+

Árshátíð Bjargs 11.mars

Við munum halda árshátíð Bjargs laugardaginn 11.mars og er skráning í afgreiðslu. Árshátíðin verður haldin í musterinu sjálfu og vonumst við til að sjá sem flesta :) Matseðill og nánari upplýsingar má finna á Bjargi.