Fréttir

Hvannadalshnjúkur og Hrútfjallstindar

Skráning er í gangi í þessar ótrúlega flottu fjallgöngur. Haraldur leiðsögumaður segir að ef þú getur klárað Ólatíma þá getur þú gengið á þessi fjöll. Hnjúkurinn er 6. júní

Krakkajóga og krakkafjör

Gerður leikskólakennari og Body Jam kennari ætlar að sinna krökkunum í sumar. Hún verður með 4 vikna námskeið í krakkajóga, þar sem hún blandar saman hreyfileikjum, tónlist, jóga og slökun.

Lífsstílsnámskeiðunum lokið

Núna eru lífsstílsnámskeiðin komin í sumarfrí. Aldrei hafa jafnmargir verið á þessum námskeiðum og sl vetur. Þurftum að bæta við einum hóp fyrir áramót. Góður árangur náðist hjá öllum og þá helst í því að komast í gott form, læra á líkamann og að borða rétt. Berglind Hauksdóttir

Sumartaflan

Sumartaflan er að mótast og komin inn hér undir tímatafla og fer í gang mánudaginn 17. maí. Eigum bara eftir að taka út Body Balance á laugardögum og CrossFit á föstudögum eftir helgina. Body Jammið verður svo líklega á miðvikudögum kl 18:30 og

Allir út!

Óli er byrjaður með útihópana, sumir í einkaþjálfun og aðrir í opnum tímum. Fyrsti opni tíminn var á mánudag og komu um 25 manns. Við erum að fara að auglýsa núna þannig að það gæti fjölgað. Tímarnir kosta ekkert fyrir korthafa á Bjargi en aðrir borga 6000kr

Lokað á uppstigningardag

Hjá okkur verður lokað á uppstigningardag fimmtudaginn 13. maí.

Frábær árangur í Þrekmeistaranum

Öldungaráðið sigraði í liðakeppni 39 ára og eldri í þrekmeistaranum. Í liðinu eru strákar sem æfa hér á Bjargi og voru þeir ekki langt frá Íslandsmetinu og urðu í 4 sæti í opnum flokki, glæsilegt. Birgitta Guðjónsdóttir og Unnsteinn Jónson náðu öðru sæti í parakeppninni.

Fækkum tímum

Súperkeyrslan á miðvikudögum er hætt, bendum á útiþrekið á sama tíma. Þemaspinning á föstudögum og Body Vive á föstudögum eru líka hættir. Við erum að móta sumartöfluna sem fer í gang 17. maí.

Þrekmeistarinn um helgina

Við hvetjum alla til að fara og kíkja á þrekmeistarann á morgun. Keppt er í höllinni, en heyrst hefur að keppnin verði úti því spáin sé góð. Það eru líklega 3 lið í liðakeppninni héðan og eitt til tvö pör og vonandi eru einhverjir í einstaklingskeppninni.

Hjólahópurinn byrjaður

Hjólagarparnir eru farnir af stað. Þau mæta á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30. Það geta allir verið með í þessum hóp, kostar ekkert en það er heldur enginn þjálfari. Sumir eru að stefna á Bláalónsþraut í júní