07.05.2010
Við hvetjum alla til að fara og kíkja á þrekmeistarann á morgun. Keppt er í höllinni, en heyrst hefur að keppnin verði úti því spáin sé góð. Það eru líklega 3 lið í liðakeppninni héðan og eitt til tvö pör og vonandi eru einhverjir í einstaklingskeppninni.
03.05.2010
Veðrið er að skána og þá detta fleiri tímar út. Body Balance tíminn á fimmtudögum kl 18:30 er úti, hinir tveir á þriðjudögum og laugardögum eru ennþá inni. Erum að smíða sumartöfluna.
03.05.2010
Margir sem eru að æfa hér hlupu í 1. maí hlaupinu, en sigurvegarar í 10 km urðu Bjartmar Örnuson á sínum besta tíma 34,34 og Rannveig Oddsdóttir í kvennaflokki. Hríseyjarskóli sigraði í skólakeppninni.
03.05.2010
Eva og Gerður eru báðar að sýna dans á danssýningunum hjá Point á laugardaginn. Abba ætlar að rifja upp eitthvað gamalt og gott og kenna brjálað jamm á laugardag. Sjáumst í dansdressinu stelpur og strákar.
03.05.2010
Næstu Gravitynámskeið hefjast mánudaginn 10. maí. Skráning er hafin og eru sum að fyllast. Við verðum áfram með öll námskeiðin inni ef þau fyllast: kl 06:15, 08:30, 16:30, 17:30 og 18:30.