17.05.2005
Við ætlum ekki að reyna að vera með tíma á fimmtudagskvöldið þegar forkeppnin verður í Evrópusöngvakeppninni.
12.05.2005
Lífsstílsnámskeiðunum tveimur lauk í gær. Það voru 3 konur sem náðu að létta sig um 10% af upphaflegri þyngd og fengu 6 mánaðakort hver.
11.05.2005
Vorum að fá nýja boli, hettupeysur og langerma treyjur renndar. Góðar vörur og gott verð.
04.05.2005
Það mættu 130 manns á fyrirlesturinn hjá Ólafi Sæmundssyni næringarfræðingi í gær. hann brást ekki og var skemmtilegur, raunsær og ótrúlega fræðandi.
01.05.2005
Þrekmeistarinn var í gær og okkar fólk náði ótrúlegum árangri. Sólrún gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í opnum flokki kvenna og var 2 sekúndur á eftir sigurvegaranum.