þrekmeistarinn

Þrekmeistarinn var í gær og okkar fólk náði ótrúlegum árangri. Sólrún gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í opnum flokki kvenna og var 2 sekúndur á eftir sigurvegaranum.Þrekmeistarinn var í gær og okkar fólk náði ótrúlegum árangri.  Sólrún gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í opnum flokki kvenna og var 2 sekúndur á eftir sigurvegaranum.  Hún var að keppa í fyrsta sinn og árangurinn ótrúlega góður miðað við það.  Júlía varð þriðja í 39+ hópnum og var samt hinn eiginlegi sigurvegari þar.  Hlaupabrettið stoppaði í 800m og missti hún því dýrmætan tíma.  Unnsteinn var líka í sinni fyrstu keppni eins og stelpurnar og fór í gegn á frábærum tíma.  Það sem var eftirtektarvert með þau 3 var hvað þau voru róleg í fyrstu tveimur greinunum og bættu svo við sig í restina og áttu nóg eftir til þess að klára dæmið alla leið.  Allt of margir sprengdu sig í fyrstu tveimur greinunum sem eru hjól og róður.  Bomburnar, kvennaliðið okkar stóð sig líka vel og náði 5. sæti.  Þarna var líka sekúnduspursmál og spennan mikil.  Myndir eru inná myndasíðunni af okkar fólki og Selfossstelpunum en Guðfinna keppti með þeim. Birgitta keppti með tveimur liðum.  Hún kom inní 39+ lið frá Veggsporti og þær náðu öðru sæti, auðvitað allt Birgittu að þakka.