Það mættu 130 manns á fyrirlesturinn hjá Ólafi Sæmundssyni næringarfræðingi í gær. hann brást ekki og var skemmtilegur, raunsær og ótrúlega fræðandi. Engum leiddist í tvo og hálfan klukkutíma. Í hléi voru veitingar frá Heilsuhorninu, Kristjánsbakaríi, Norðurmjólk og Móður náttúru. Var þeirra þáttur vel útilátinn og sendum við þeim bestu kveðjur og þakkir fyrir. Einnig verðum við að þakka Valdísi Thorarensen hennar hlut, en hún fékk hugmyndina og var skreytinga og veitingastjóri.
Slagorðið okkar , NÁTTÚRULEGA, var kynnt og okkar náttúrulegu aðferðir. 8 heppnir gestir fengu happdrættisvinninga, meðal vinninga var þriggja mánaða kort og 12 vikna lífsstílsnámskeið sem verður næsta haust, Te og drykkir frá Heilsuhorninu, brauð, hummus og skyrdrykkir. Sjá myndir á myndasíðu.