20.07.2007
Við höfum aldrei boðið uppá jafnmikla barnagæslu að sumri til og núna. Nýtingin er ágæt og til dæmis komu 13 krakkar í morgun. Gæslan er frí og erum við frumkvöðlar í því hér á landi.
18.07.2007
Það er svo frábært skjól á útisvæðinu okkar þessa dagana og notalegt að vera þar í blíðunni. Um síðustu helgi komu 3 hópar í dans og ýmsa vitleysu og svo var farið í pottana á eftir.
16.07.2007
Það var víst góður hópur af fólki sem er að æfa hjá okkur sem kláraði tindana 24 á 24 tímum, og Rannveig sigraði í Laugavegshlaupinu!!!
15.07.2007
Valdís Sylvía Sigþórsdóttir kemur á fimmtudaginn og verður með kynningartíma í Jump fit þar sem þú vinnur mest með sippuband.
01.07.2007
Fólk er að átta sig á okkar glæsilegu útiaðstöðu og kemur hingað í sólbað þegar allt er fullt í sundlaugunum.
29.06.2007
Það er kominn upp skráningarlisti fyrir gönguna á Snæfell í lok júlí. Steini P. er búinn að panta gistinu í skálanum fyrir um 25 manns svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Sjá nánar.
28.06.2007
Hjólahópurinn hjólaði í kringum Mývatn á þriðjudag. Allir eru í sæluvímu með ferðina, en þau fóru í Valagjá á eftir og svo í mat til Lilju og Gísla. frábært framtak hjá þeim.
25.06.2007
Góð aðsókn var um helgina bæði í alla tímana, tækjasalinn og krakkarnir voru duglegir á sunnudeginum. Þökkum öllum fyrir komuna og samveruna.
Það voru 9 manns sem mættu í fjallgönguna um kvöldið. Veðurútlitið var ekki gott fyrir hana en hópurinn fékk blankalogn, frábært útsýni en það var frekar kalt.
25.06.2007
Við drógum í happadrætti Bjargfastra um helgina. Bjargfastir eru þeir sem kaupa fasta áskrift í 3 ár og borga 3194kr á mánuði.
23.06.2007
Dagskrá laugardagsins 23. júní: Spinning kl. 09:30, Body Pump kl. 10:00, Body Step kl. 10:30, Body Jam kl. 11:00, Yoga kl. 11:30 og Boxercise kl. 12:00. Tímarnir eru bara í 30 mínútur (nema Boxið) og eru opnir fyrir alla.