Fréttir

Tímatafla 2018 - litlar breytingar

Tímataflan fyrir vorönnina er tilbúin og má sjá hana undir flipanum tímatafla hér efst á stikunni.
Zumba/dans færist til 18:30 á miðvikudögum og höfum við bætt við tíma kl 16:30 á föstudögum. 
B-FIT er einnig komið kl 6:05 á þriðjudags morgnum.

ÁRAMÓTATÍMINN Á MORGUN LAUGARDAG KL 10:00

Komum okkur í áramótagírinn. Gleðin verður alls ráðandi að vanda í áramótatímanum okkar :)

Jólaopnun á Bjargi

Velkomin á Bjarg yfir hátíðina. Tökum vel á því í ræktinni samhliða og slökum svo vel á á eftir Svona er opið á Bjargi:

Jólaopnun á Bjargi


23.des opið 8:50-14:00 allir tímar inni
24.des lokað
25.des lokað
26.des opið 10-14 spinning kl 10:30
27.-29.des hefðbundin opnun
30.des Áramótatími kl 10:00
31.des opið 10-14
1.jan lokað

60+ tíminn fellur niður í dag.

Því miður fellur tíminn í 60+ námskeiðinu kl. 10:30 niður í dag vegna veðurs! 
En við sjáumst hress á þriðjudaginn.

Jóga námskeið að hefjast í vikunni. Byrjenda og karla

6 vikna námskeið
Karlarnir verða á mánudögum kl 20 og byrjenda kl 18:30 á miðvikudögum.
Skráning í síma 462-7111

Hjólaspinning hefst 29.okt

Hjólaspinningið okkar kemur inn í töflu að nýju sunnudaginn 29.okt. Frábærir tímar sem bæta hjólaformið þitt til muna. 

Nýr Balance á miðvikudaginn kl 17:30

Miðvikudaginn 11. okt. kl 17:30 verður frumflutningur á nýjum Balance. Frábærir tímar með líkamsræktarkerfi sem byggir á Tai chi, jóga og pilates kvið og bak æfingum, endar á góðum teygjum og slökun. 

Stoðkerfishópur - nýtt námskeið

Nýtt 6 vikna námskeið hefst 10.okt.Hentar mjög vel þeim sem hafa stoðkerfisverki eða vilja hægari tíma. Engin hlaup, hopp né mikil átök og tímarnir eru einstaklingsmiðaðir þannig að hver og einn æfir eftir sinni getu.

Við tökum við frístundastyrk barna

Þar sem það eru breyttar reglur hjá Akureyrarbæ varðandi frístundastyrk barna, geta krakkarnir notað styrkinn við kaup á kortum hjá okkur í tækjasal eða í tíma.