Fréttir

Námskeiðn næsta haust að mótast

Það er komin mynd á námskeiðin næsta haust fyrir þá sem eru að brjóta hugann um hvað væri sniðugt að gera.  Sumir vilja skrá sig strax að vori og tryggja sér þannig pláss á vinsælustu námskeiðin, en skráning hefst strax eftir verslunarmannahelgi.   Það verður nýtt og spennandi fræðsluefni sem fylgir lífsstílnum næsta haust.  Vaxtamótunarnámskeiðið Nýtt útlit mun halda áfram og verða hópar að morgni og seinni partinn.  Body Fit námskeið verður kl 6:10 á morgnana og mömmuCrossFit námskeiðið vinsæla verður á sínum stað.  Hægt verður að kaupa 8 vikna aðgang að vefjagigtar Gravitynámskeiðunum og Gravity Extra fyrir þau sem eru 30 kg of þung eða meira verður í boði kl 16:30 þrisvar í viku. Sjá nánar.

Maraþonboðhlaup

Nú er komið að því að gera eitthvað sniðugt og skemmtilegt.  Hlaupum til styrktar Olympíuhópi FRÍ.  2-7 geta skipað boðhlaupssveit og hlaupið 1-2 eða fleiri 3 km hringi í Innbænum.  Byrjum við Leikhúsið kl 17:30 þriðjudaginn 5. júní.  Frábær verðlaun og happdrætti.  Tvær gerðir af sveitum þar sem karlar eru í meirihluta og svo þar sem konur eru í meirihluta.  Veitingastaðirnir Rub 23 og Silva gefa sigursveitunum út að borða og Bjarg gefur Hot Yoga tíma og pott og axlanudd á eftir.  Bautinn, 1862 Nordic Bistro, Svefn og Heilsa, Nettó, Kjarnafæði og fleiri gefa verðlaun og Vífilfell eins og oft áður kemur með svaladrykki fyrir keppendur.Ef þið náið ekki að skrá ykkur í tíma inná hlaup.is er í lagi að mæta og skrá sig á staðnum.

Body Balance

Síðasti Body Balance tíminn á laugardegi er á morgun.  Abba fer út með tímann ef veðrið verður gott.  Það verður Body Balance á miðvikudögum kl 17:30 í allt sumar.  Einstaklega vel samsettir tímar þar sem við hitum upp með Tai Chi æfingum og sólarhyllingu úr Yoga.  Síðan er farið í góðar Yogastöður sem styrkjja allan líkamann og kenna okkur að umgangast musterið sem við búum í.  Kvið og bakæfingar koma að mestu úr Pilates og svo er alltaf góð slökun í lokin.